Sport

101 árs heimsmethafi er kölluð fellibylurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julia "Hurricane“ Hawkins.
Julia "Hurricane“ Hawkins. Mynd/Instagramsíða USATF
Julia „Hurricane“ Hawkins stal senunni á opna bandaríska móti öldunga um helgina.

Hún kláraði þá hundrað metra hlaupið á 40,12 sekúndum og bætti heimsmetið í sínum aldursflokki um sex sekúndur. Hawkins setti jafnframt met sem elsti þáttakandi á ölduungamótinu frá upphafi.

Stærsta fréttin í kringum afrek Hawkins var nefnilega að „fellibylurinn“ eins og hún er kölluð fæddist árið 1916 og er því orðin 101 árs gömul. Hawkins er nú orðin langlangamma en hún eignaðist á sínum tíma fjögur börn.  

Julia er mikil hjólakona en það ótrúlega er að hún byrjað ekki að æfa frjálsar íþróttir fyrr en á síðasta ári eða eftir að hún hélt upp á hundrað ára afmælið sitt.

„Ég er alltaf að dunda mér út í garði þegar síminn hringir og ég þarf alltaf að hlaupa inn til að ná að svara. Ég vissi því að ég gæti klárað þetta,“ sagði Julia „Hurricane“ Hawkins í léttum tón í viðtali við The Washington Post.

Þessi fyrrum kennari segir að fjölskylda sína hafi mjög gaman af því hversu öflug hún er á þessum aldri. „Þau hafa mjög gaman að sjá mér hlaupa og ég hef mjög gaman af því að gleðja þau,“ sagði Hawkins í umræddu viðtali.

Hún er mikill húmoristi og sagðist meðal annars hafa misst af lúrnum sínum þennan dag vegna keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband af hlaupinu sem og fréttir af henni á Twitter.



 

 

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×