Velferðin í forgangi Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. júlí 2017 07:00 Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00 Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar