John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. júlí 2017 11:39 Það hafa verið afar erfiðar aðstæður í fjallinu undanfarið. kári schram John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjallamennska Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjallamennska Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira