Enginn ging-gang-gúllígúllí-bragur á nútímaskátanum: Skátar dansa um Skólavörðustíginn Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2017 10:37 Skátarnir ætla að leggja undir sig Skólavörðustíginn á eftir og dansa þar um sem þeir skátar sem þeir eru. visir/vilhelm Skátar frá um 60 löndum sem dvelja í Reykjavík þessa viku, eins og fram hefur komið, þeir eru fleiri á landinu en nokkru sinni fyrr og þeir ætla að standa fyrir stærsta „flash-mob“ Íslandssögunnar á Skólavörðustígnum nú á eftir, nánar tiltekið klukkan fimm. Það er sem sagt enginn „ging-gang-gúllí-gúllí-bragur“ á nútímaskátanum - kakó hitum og eldum graut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sölva Melax sem er kynningarfulltrúi World Scout Moot 2017. Þessi uppákoma verður í samvinnu við Götuleikhús Hins hússins. Skátarnir, sem alla jafna eru hinir hressustu eru óvenju hátt uppi þessa dagana vegna mótsins. Kjörorð skátamótsins er Change eða breyting til góðs en með þessu kjörorði vilja skátarnir undirstrika þá ósk að vera hreyfiafl í átt að betri heimi og leggja áherslu á þetta með gjörningnum. Mála borgina appelsínugula „Við sjáum fyrir okkur að skátarnir dansi um Skólavörðustíginn og við viljum fá almenning til þess að taka þátt í dansinum með þeim. Þannig tengjum við saman um 60 lönd í dansi í ósk um betri heim“, segir Sigurður Viktor Úlfarsson sem vinnur að undirbúningi gjörningsins í samvinnu við Götuleikhúsið og Hitt húsið. Leikstjóri er Jón Gunnar hjá Götuleikhúsinu og danshöfundur er Guðmundur Elías Knudsen. „Við viljum mála bæinn appelsínugulan en sá litur er einmitt einkennislitur alþjóðlega skátamótsins, World Scout Moot. Atriðið verður í anda upphafsatriðisins úr kvikmyndinni La la land og kemur úr smiðju Jóns Gunnars leikstjóra og hinna snillinganna hjá Götuleikhúsinu“, segir Sigurður Viktor. Skátarnir setja sinn brag á landið allt Í tilkynningunni segir jafnframt að mótið sé heimsmót skáta á aldrinum 18-25 ára og eru þátttakendur alls um 5.000 talsins og dvelja á 11 stöðum víðs vegar um landið, í Reykjavík eru hátt í 400 skátar. „Allir 5.000 safnast síðan saman á Úlfljótsvatni um helgina þar sem. Í Reykjavík og á öðrum stöðum um landið hafa skátarnir unnið við sjálfboðastörf til hagsbóta fyrir samfélögin á hverjum stað auk þess að skemmta sér og öðrum við fjölbreytt verkefni. Þannig hafa þeir skátar sem taka þátt í gjörningnum á Skólavörðustígnum jafnframt unnið við ýmis verkefni á vegum Reykjavíkurborgar.“ Skátar Reykjavík Tengdar fréttir Skátar valda minna álagi á Strætó en talið var Strætó hefur einna helst þurft að bregðast við auknu álagi vegna heimsmóts skáta hér á landi á leið 57, sem fer upp að Esju. Óttast var að mótið myndi sprengja almenningssamgöngukerfi borgarinnar en það hefur ekki gerst. 28. júlí 2017 06:00 Selfyssingar koma farangurslausum og illa lyktandi skátum til bjargar Farangur fjölda skáta sem sækja World Scout Moot hér á landi hefur enn ekki skilað sér til landsins. 27. júlí 2017 18:24 „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. 25. júlí 2017 14:00 Alþjóðlega skátamótið: Skátarnir leggja til allt að 20 þúsund klukkustundir í sjálfboðavinnu samanlagt Hver skáti þarf að sinna fjórum til sex klukkustundum í sjálfboðavinnu á meðan á skátamótinu stendur. 26. júlí 2017 16:04 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Skátar frá um 60 löndum sem dvelja í Reykjavík þessa viku, eins og fram hefur komið, þeir eru fleiri á landinu en nokkru sinni fyrr og þeir ætla að standa fyrir stærsta „flash-mob“ Íslandssögunnar á Skólavörðustígnum nú á eftir, nánar tiltekið klukkan fimm. Það er sem sagt enginn „ging-gang-gúllí-gúllí-bragur“ á nútímaskátanum - kakó hitum og eldum graut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sölva Melax sem er kynningarfulltrúi World Scout Moot 2017. Þessi uppákoma verður í samvinnu við Götuleikhús Hins hússins. Skátarnir, sem alla jafna eru hinir hressustu eru óvenju hátt uppi þessa dagana vegna mótsins. Kjörorð skátamótsins er Change eða breyting til góðs en með þessu kjörorði vilja skátarnir undirstrika þá ósk að vera hreyfiafl í átt að betri heimi og leggja áherslu á þetta með gjörningnum. Mála borgina appelsínugula „Við sjáum fyrir okkur að skátarnir dansi um Skólavörðustíginn og við viljum fá almenning til þess að taka þátt í dansinum með þeim. Þannig tengjum við saman um 60 lönd í dansi í ósk um betri heim“, segir Sigurður Viktor Úlfarsson sem vinnur að undirbúningi gjörningsins í samvinnu við Götuleikhúsið og Hitt húsið. Leikstjóri er Jón Gunnar hjá Götuleikhúsinu og danshöfundur er Guðmundur Elías Knudsen. „Við viljum mála bæinn appelsínugulan en sá litur er einmitt einkennislitur alþjóðlega skátamótsins, World Scout Moot. Atriðið verður í anda upphafsatriðisins úr kvikmyndinni La la land og kemur úr smiðju Jóns Gunnars leikstjóra og hinna snillinganna hjá Götuleikhúsinu“, segir Sigurður Viktor. Skátarnir setja sinn brag á landið allt Í tilkynningunni segir jafnframt að mótið sé heimsmót skáta á aldrinum 18-25 ára og eru þátttakendur alls um 5.000 talsins og dvelja á 11 stöðum víðs vegar um landið, í Reykjavík eru hátt í 400 skátar. „Allir 5.000 safnast síðan saman á Úlfljótsvatni um helgina þar sem. Í Reykjavík og á öðrum stöðum um landið hafa skátarnir unnið við sjálfboðastörf til hagsbóta fyrir samfélögin á hverjum stað auk þess að skemmta sér og öðrum við fjölbreytt verkefni. Þannig hafa þeir skátar sem taka þátt í gjörningnum á Skólavörðustígnum jafnframt unnið við ýmis verkefni á vegum Reykjavíkurborgar.“
Skátar Reykjavík Tengdar fréttir Skátar valda minna álagi á Strætó en talið var Strætó hefur einna helst þurft að bregðast við auknu álagi vegna heimsmóts skáta hér á landi á leið 57, sem fer upp að Esju. Óttast var að mótið myndi sprengja almenningssamgöngukerfi borgarinnar en það hefur ekki gerst. 28. júlí 2017 06:00 Selfyssingar koma farangurslausum og illa lyktandi skátum til bjargar Farangur fjölda skáta sem sækja World Scout Moot hér á landi hefur enn ekki skilað sér til landsins. 27. júlí 2017 18:24 „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. 25. júlí 2017 14:00 Alþjóðlega skátamótið: Skátarnir leggja til allt að 20 þúsund klukkustundir í sjálfboðavinnu samanlagt Hver skáti þarf að sinna fjórum til sex klukkustundum í sjálfboðavinnu á meðan á skátamótinu stendur. 26. júlí 2017 16:04 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Skátar valda minna álagi á Strætó en talið var Strætó hefur einna helst þurft að bregðast við auknu álagi vegna heimsmóts skáta hér á landi á leið 57, sem fer upp að Esju. Óttast var að mótið myndi sprengja almenningssamgöngukerfi borgarinnar en það hefur ekki gerst. 28. júlí 2017 06:00
Selfyssingar koma farangurslausum og illa lyktandi skátum til bjargar Farangur fjölda skáta sem sækja World Scout Moot hér á landi hefur enn ekki skilað sér til landsins. 27. júlí 2017 18:24
„Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. 25. júlí 2017 14:00
Alþjóðlega skátamótið: Skátarnir leggja til allt að 20 þúsund klukkustundir í sjálfboðavinnu samanlagt Hver skáti þarf að sinna fjórum til sex klukkustundum í sjálfboðavinnu á meðan á skátamótinu stendur. 26. júlí 2017 16:04