Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. júlí 2017 08:25 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare. Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare.
Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira