Allt að 23 stiga hiti á suðvesturhorninu en kólnar austan til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 09:42 Það ætti að vera hægt að njóta lífsins í Nauthólsvík í dag miðað við veðurspána á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Hitinn á suðvesturhorninu gæti farið upp í allt að 23 stig í dag að sögn Theodórs Freys Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er hins vegar farið að kólna á Austur-og Norðausturlandi og byrjað að rigna til að mynda á Egilsstöðum segir Theodór. „Það verður fínasta veður hérna vestanlands. Það getur reyndar verið dálítil gjóla af norðaustan í Borgarfirði og þar en sólríkt og hlýtt engu að síður,“ segir Theodór í samtali við Vísi. Þoka gerði íbúum á suðvesturhorninu sem ætluðu að sleikja sólina lífið leitt í gær en Theodór segir að ekki sé búist við að þoka slæðist aftur inn á landið. Það hafi verið þoka í morgun en landáttin hafi feykt henni burt. Það kólnar síðan smám saman á landinu þó enn sé spáð 20 stiga hita um helgina á suðvesturhorninu. Eins og áður segir er þegar farið að kólna á landinu austanverðu og fyrir norðaustan en fínasta veður er á Norðvesturlandi. Veðurhorfur í dag og næstu daga eru annars þessar samkvæmt vef Veðurstofunnar:Norðaustan 5-13 m/s en 10-20 m/s SA-til í dag, hvassast við Öræfajökul. Skýjað og víða dálítil væta austantil. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast vestanlands, en svalast á norðausturhorninu.Á laugardag, sunnudag og mánudag:Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og með austurströndinni. Skýjað og væta á köflum norðan- og austanlands, annars yfirleitt bjartviðri. Heldur kólnandi, hiti 13 til 18 stig víða sunnan- og vestanlands en 6 til 12 stig norðan- og austanlands.Á þriðjudag og miðvikudag:Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.Hugleiðingar veðurfræðings:Nú verða nokkrar breytingar á veðurlagi næstu daga þar sem víðáttumikil lægð er nokkuð langt suðaustur af landinu. Hlýindin færast að mestu yfir vestanvert landið, og við tekur norðanátt með súld eða rigningu á Norður og Austurlandi.Í dag má búast við byljóttu veðrið við Öræfajökul, og einnig getur orðið nokkuð hvasst á annesjum Austantil. Við Faxaflóa og suðurströnda má búast við þokulofti fram eftir morgni, en útlit er fyrir að létti til fyrir hádegi. Inn til landsins er víða glaða sólskin og útlit fyrir að hiti nái vel yfir 20 gráður víða á landinu vestanverðu í dag. Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Hitinn á suðvesturhorninu gæti farið upp í allt að 23 stig í dag að sögn Theodórs Freys Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er hins vegar farið að kólna á Austur-og Norðausturlandi og byrjað að rigna til að mynda á Egilsstöðum segir Theodór. „Það verður fínasta veður hérna vestanlands. Það getur reyndar verið dálítil gjóla af norðaustan í Borgarfirði og þar en sólríkt og hlýtt engu að síður,“ segir Theodór í samtali við Vísi. Þoka gerði íbúum á suðvesturhorninu sem ætluðu að sleikja sólina lífið leitt í gær en Theodór segir að ekki sé búist við að þoka slæðist aftur inn á landið. Það hafi verið þoka í morgun en landáttin hafi feykt henni burt. Það kólnar síðan smám saman á landinu þó enn sé spáð 20 stiga hita um helgina á suðvesturhorninu. Eins og áður segir er þegar farið að kólna á landinu austanverðu og fyrir norðaustan en fínasta veður er á Norðvesturlandi. Veðurhorfur í dag og næstu daga eru annars þessar samkvæmt vef Veðurstofunnar:Norðaustan 5-13 m/s en 10-20 m/s SA-til í dag, hvassast við Öræfajökul. Skýjað og víða dálítil væta austantil. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast vestanlands, en svalast á norðausturhorninu.Á laugardag, sunnudag og mánudag:Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og með austurströndinni. Skýjað og væta á köflum norðan- og austanlands, annars yfirleitt bjartviðri. Heldur kólnandi, hiti 13 til 18 stig víða sunnan- og vestanlands en 6 til 12 stig norðan- og austanlands.Á þriðjudag og miðvikudag:Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.Hugleiðingar veðurfræðings:Nú verða nokkrar breytingar á veðurlagi næstu daga þar sem víðáttumikil lægð er nokkuð langt suðaustur af landinu. Hlýindin færast að mestu yfir vestanvert landið, og við tekur norðanátt með súld eða rigningu á Norður og Austurlandi.Í dag má búast við byljóttu veðrið við Öræfajökul, og einnig getur orðið nokkuð hvasst á annesjum Austantil. Við Faxaflóa og suðurströnda má búast við þokulofti fram eftir morgni, en útlit er fyrir að létti til fyrir hádegi. Inn til landsins er víða glaða sólskin og útlit fyrir að hiti nái vel yfir 20 gráður víða á landinu vestanverðu í dag.
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira