Allt að 23 stiga hiti á suðvesturhorninu en kólnar austan til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 09:42 Það ætti að vera hægt að njóta lífsins í Nauthólsvík í dag miðað við veðurspána á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Hitinn á suðvesturhorninu gæti farið upp í allt að 23 stig í dag að sögn Theodórs Freys Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er hins vegar farið að kólna á Austur-og Norðausturlandi og byrjað að rigna til að mynda á Egilsstöðum segir Theodór. „Það verður fínasta veður hérna vestanlands. Það getur reyndar verið dálítil gjóla af norðaustan í Borgarfirði og þar en sólríkt og hlýtt engu að síður,“ segir Theodór í samtali við Vísi. Þoka gerði íbúum á suðvesturhorninu sem ætluðu að sleikja sólina lífið leitt í gær en Theodór segir að ekki sé búist við að þoka slæðist aftur inn á landið. Það hafi verið þoka í morgun en landáttin hafi feykt henni burt. Það kólnar síðan smám saman á landinu þó enn sé spáð 20 stiga hita um helgina á suðvesturhorninu. Eins og áður segir er þegar farið að kólna á landinu austanverðu og fyrir norðaustan en fínasta veður er á Norðvesturlandi. Veðurhorfur í dag og næstu daga eru annars þessar samkvæmt vef Veðurstofunnar:Norðaustan 5-13 m/s en 10-20 m/s SA-til í dag, hvassast við Öræfajökul. Skýjað og víða dálítil væta austantil. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast vestanlands, en svalast á norðausturhorninu.Á laugardag, sunnudag og mánudag:Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og með austurströndinni. Skýjað og væta á köflum norðan- og austanlands, annars yfirleitt bjartviðri. Heldur kólnandi, hiti 13 til 18 stig víða sunnan- og vestanlands en 6 til 12 stig norðan- og austanlands.Á þriðjudag og miðvikudag:Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.Hugleiðingar veðurfræðings:Nú verða nokkrar breytingar á veðurlagi næstu daga þar sem víðáttumikil lægð er nokkuð langt suðaustur af landinu. Hlýindin færast að mestu yfir vestanvert landið, og við tekur norðanátt með súld eða rigningu á Norður og Austurlandi.Í dag má búast við byljóttu veðrið við Öræfajökul, og einnig getur orðið nokkuð hvasst á annesjum Austantil. Við Faxaflóa og suðurströnda má búast við þokulofti fram eftir morgni, en útlit er fyrir að létti til fyrir hádegi. Inn til landsins er víða glaða sólskin og útlit fyrir að hiti nái vel yfir 20 gráður víða á landinu vestanverðu í dag. Veður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hitinn á suðvesturhorninu gæti farið upp í allt að 23 stig í dag að sögn Theodórs Freys Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það er hins vegar farið að kólna á Austur-og Norðausturlandi og byrjað að rigna til að mynda á Egilsstöðum segir Theodór. „Það verður fínasta veður hérna vestanlands. Það getur reyndar verið dálítil gjóla af norðaustan í Borgarfirði og þar en sólríkt og hlýtt engu að síður,“ segir Theodór í samtali við Vísi. Þoka gerði íbúum á suðvesturhorninu sem ætluðu að sleikja sólina lífið leitt í gær en Theodór segir að ekki sé búist við að þoka slæðist aftur inn á landið. Það hafi verið þoka í morgun en landáttin hafi feykt henni burt. Það kólnar síðan smám saman á landinu þó enn sé spáð 20 stiga hita um helgina á suðvesturhorninu. Eins og áður segir er þegar farið að kólna á landinu austanverðu og fyrir norðaustan en fínasta veður er á Norðvesturlandi. Veðurhorfur í dag og næstu daga eru annars þessar samkvæmt vef Veðurstofunnar:Norðaustan 5-13 m/s en 10-20 m/s SA-til í dag, hvassast við Öræfajökul. Skýjað og víða dálítil væta austantil. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast vestanlands, en svalast á norðausturhorninu.Á laugardag, sunnudag og mánudag:Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og með austurströndinni. Skýjað og væta á köflum norðan- og austanlands, annars yfirleitt bjartviðri. Heldur kólnandi, hiti 13 til 18 stig víða sunnan- og vestanlands en 6 til 12 stig norðan- og austanlands.Á þriðjudag og miðvikudag:Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.Hugleiðingar veðurfræðings:Nú verða nokkrar breytingar á veðurlagi næstu daga þar sem víðáttumikil lægð er nokkuð langt suðaustur af landinu. Hlýindin færast að mestu yfir vestanvert landið, og við tekur norðanátt með súld eða rigningu á Norður og Austurlandi.Í dag má búast við byljóttu veðrið við Öræfajökul, og einnig getur orðið nokkuð hvasst á annesjum Austantil. Við Faxaflóa og suðurströnda má búast við þokulofti fram eftir morgni, en útlit er fyrir að létti til fyrir hádegi. Inn til landsins er víða glaða sólskin og útlit fyrir að hiti nái vel yfir 20 gráður víða á landinu vestanverðu í dag.
Veður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira