Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 09:31 Samband Jeff Sessions og Donalds Trump virðist hafa kólnað eftir því sem þrýstingurinn vegna Rússarannsóknarinnar hefur aukist. Vísir/AFP Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Staða Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú talin þröng. Donald Trump forseti og ráðgjafar hans eru nú sagðir ræða um möguleikann á að skipta Sessions út. Það gæti verið skref í átt að því að Trump reki sérstakan rannsakanda tengsla framboðs hans við Rússa.Washington Post segir að nánustu bandamenn forsetans velti nú fyrir sér eftirmönnum Sessions segi hann af sér eða ákveði Trump að reka hann. Sessions var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við Trump í kosningabaráttunni og hefur verið talinn einn helsti bandamaður hans fram að þessu. Trump hellti hins vegar úr skálum reiði sinnar yfir dómsmálaráðherrann í síðustu viku. Sagðist hann ósáttur við að Sessions hafi stigið til hliðar í rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við þá. Cruz og Giuliani nefndir sem eftirmenn Forsetinn lét Sessions aftur heyra það í gær. Talaði hann um Sessions sem „umsetinn dómsmálaráðherra okkar“. Spurði hann jafnframt hvers vegna Sessions væri ekki að rannsaka „glæpi“ Hillary Clinton og meint tengsl við Rússland. Nafnlausir heimildamenn Washington Post úr innsta hring Trump telja að brotthvarf Sessions væri hluti af áætlun forsetans um að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Ted Cruz virðist hafa jafnað sig fljótt á svívirðingunum sem Trump jós yfir hann í kosningabaráttunni. Hann er nú nefndur sem mögulegur dómsmálaráðherra Trump.Vísir/GettyÁ meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem eftirmenn Sessions í embætti dómsmálaráðherra eru Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og einn helsti bandamaður forsetans, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi andstæðingur Trump í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Í kosningabaráttunni vændi Trump föður Cruz meðal annars um að hafa átt þátt í því þegar John F. Kennedy, þáverandi forseti Bandaríkjanna, var myrtur árið 1963, og uppnefndi hann „Lygara-Ted“. Cruz kallaði Trump aftur á móti „sjúklegan lygara“ og að nær hvert orð sem kæmi upp úr honum væri lygi. Eftir að Trump varð forseti hefur Cruz hins vegar gengið honum á hönd og varið hann í þeim fjölda hneykslismála sem hafa einkennt stutta valdatíð hans fram að þessu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00