Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 07:00 Palestínumenn í Betlehem mótmæltu aðgerðunum í Jerúsalem harðlega í gær. Vísir/AFP Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Öryggismyndavélum var í gær komið upp við musteri í Jerúsalem sem gyðingar kalla Musteri fjallsins en múslimar kalla Haram al-Sharif. Eru myndavélarnar liður í hertum öryggisráðstöfunum Ísraela við musterið. Hin aukna gæsla kemur í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru drepnir þar fyrr í mánuðinum. Til viðbótar við öryggismyndavélarnar var málmleitarhliðum komið upp á dögunum. Ísraelar segja að árásarmennirnir hafi smyglað byssum inn á staðinn og að öryggisráðstafana sé þörf til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Öryggisgæslan hefur vakið mikla reiði meðal Palestínumanna en musterið er talið það þriðja heilagasta í íslamskri trú. Staðurinn er þó einnig heilagur í augum gyðinga og er hann meðal annars afmarkaður með Grátmúrnum. Ástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarið og krefjast Palestínumenn þess að hliðin verði fjarlægð. Að sögn BBC líta þeir á aðgerðir Ísraela sem undanfara að því að þeir sölsi undir sig staðinn heilaga. Hafa Palestínumenn flykkst út á götu, fyrir utan innganginn að musterinu, og lagst þar á bæn í stað þess að ganga í gegnum málmleitarhliðin. Þrír Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska lögreglu á föstudaginn. Höfðu þá þúsundir mótmælt aðgerðum Ísraela í Jerúsalem sem og víðar á Vesturbakkanum. Á laugardag voru svo þrír Ísraelar stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish á Vesturbakkanum. Talið er að sú árás hafi verið gerð til að hefna fyrir aðgerðir Ísraela við musterið. Palestínsk yfirvöld brugðust ekki við uppsetningu öryggismyndavélanna í gær en BBC greinir frá því að þær muni mögulega koma í staðinn fyrir hin mjög svo umdeildu málmleitarhlið. Heimildir BBC innan leyniþjónustu Ísraela segja þó að svo sé ekki. Þá hefur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra einnig sagt hliðin komin til að vera. „Hliðin fara ekki neitt. Morðingjarnir fá ekki að ráða hvernig við leitum á morðingjunum,“ sagði Tzachi Hanegbi, þróunarmálaráðherra svæðisins, í útvarpsviðtali í gær. Hins vegar sagði öryggismálaráðherrann Gilad Erdan að málmleitarhliðum fyrir múslima yrði mögulega skipt út fyrir aðrar ráðstafanir. Til að mynda aukinn fjölda lögreglumanna og öryggismyndavélar. Talsmenn Arababandalagsins gagnrýndu aðgerðir Ísraela harðlega í gær. Sögðu þeir Ísraela leika sér að eldinum og að múslimar myndu ekki líða brot á réttindum þeirra á helgistöðum Jerúsalemborgar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um málið í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“