Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 09:00 Donald Trump og Jeff Sessions. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira