Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 22:50 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, virðist afar bjartsýn á að Íslendingum takist að rafvæða bílaflota sinn á mettíma. Visir/Stefán Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira