Ef marka má heimasíðu keppninnar sem hleypt var af stokkunum í dag, eurovisionasia.tv, er fátt sem liggur fyrir að svo stöddu.
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva vinnur nú í samstarfi við framleiðslufyrirtæki sem komið hafa að Eurovision við að leggja grunninn að keppninni í Asíu.
Gengið er út frá því að allt að 20 ríki muni taka þátt í keppninni. Yrðu því engar undankeppnir, einungis eitt kvöld sem svipar til lokakvöldsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Ekki er búið að staðfesta neina þátttökuþjóð né ákveða dagsetningu fyrir keppnina.
Hér að neðan má sjá kynningarmyndband sem frumsýnt var í dag í tilefni opnunnar heimasíðunnar. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast þar.