Hryllingur í Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Íbúar Barcelona eru harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. vísir/EPA Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira