Birgitta Líf framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland: „Enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 15:00 Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland segir keppendahópinn fjölbreyttan í ár Fegurðarsamkeppnir eru umdeildar víða en Birgitta Líf Björnsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar Ungfrú Ísland segir að fegurðarsamkeppnin sé mjög breytt frá því á árum áður. Mikil áhersla er lögð á góðgerðarmál, sjálfstraust keppenda og andlega líðan þeirra.Birgitta Líf Björnsdóttir ásamt Fanney Ingvarsdóttir og Helga Ómarssyni á keppninni á síðasta áriBirgitta LífÁrið 2013 var fegurðarsamkeppnin harðlega gagnrýnd fyrir samning sem þáverandi eigendur áttu að hafa látið keppendur skrifa undir. Slíkur samningur hafði þá verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar voru meðal annars reglur varðandi takmörkun á þyngdaraukningu og fleira. Árið 2014 var engin keppni haldin hér á landi en ári síðar sneri keppnin til baka með nýja eigendur undir nafninu Miss World Iceland.Sundfatasýningin „barn síns tíma“„Keppendur skrifa bara undir þátttökusamning en í honum er ekkert útlitstengt,” segir Birgitta Líf við Vísi um núverandi fyrirkomulag keppninnar. „Okkar fókus hefur verið að fylgja formi Miss World og tókum við út fyrsta, annað og þriðja sætið og nú eru fimm mismunandi titlar í boði sem allir eru sömuleiðis í Miss World. Titlarnir eru Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan. Einnig bættum við góðgerðarstörfum inn í ferlið og höfum tekið út bikiníatriðið, þar sem engin sundfatasýning er í Miss World og fannst okkur sá þáttur orðinn barn síns tíma. Í staðinn verður íþróttafatasýning frá Nike.“ Stúlkurnar koma einnig fram í hönnun Ýr Þrastardóttur, Another Creation. Birgitta segir að stelpurnar hafi tekið þátt í mörgum skemmtilegum viðburðum í undibúningsferlinu. Þær sem fá titil á lokakvöldinu fara ekki tómhentar heim. „Allar 24 stelpurnar fá sex mánaða kort í Laugar Spa. Þær fimm sem fá titla fá árskort í Laugar Spa, alla FACE BODY HOME vörulínuna sem er að verðmæti 70 þúsund króna og sú sem fær titilinn Ungfrú Ísland fær einnig rúm frá Svefn & Heilsu.”Góður stuðningur við keppendur Birgitta Líf segir að í dag snúist keppnin Ungfrú Ísland um að velja verðugan fulltrúa til þess að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss World sem fer fram síðar á þessu ári í Kína. Íslensk stúlka hefur þrisvar náð sér í þann titil frá því fyrsta Ungfrú Ísland var krýnd árið 1950 en þær Hólmfríður Karlsdóttir, Linda Pétursdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir voru allar krýndar Ungfrú Heimur þegar þær tóku þátt.Birgitta LífSkipuleggjendur keppninnar segja að andleg líðan keppanda skipti miklu máli og unnið sé í því að styrkja sjálfstraust keppenda. „Stelpurnar byrjuðu undirbúningsferlið á að fara á Dale Carnegie námskeið en svo hefur hópur þátttakenda úr Ungfrú Ísland keppninni frá 2015 og 2016, ásamt stjórnendum Ungfrú Ísland, haldið vel utan um þær og veitt þeim góðan stuðning. Þær eru einnig duglegar að hvetja hvor aðrar áfram og vera til staðar. Svo erum við duglegar að fara í allskonar æfingar og leiki sem byggja upp gott sjálfstraust. Að taka þátt í svona ferli, koma fram á sviði á lokakvöldinu og að leyfa alþjóð að kynnast sér styrkir sjálfstraustið helling,“ segir Birgitta. Henni finnst mestu máli skipta að keppendum líði vel með sjálfa sig, stígi stoltar og sáttar á svið og hafi gaman af því að taka þátt í „showinu.“Þátttakendur ekki vigtaðirUngfrú Ísland keppnin verður haldin þann 26.ágúst næstkomandi í Hörpunni og munu þá 24 stúlkur keppa um titilinn. Birgitta Líf segir í samtali við Vísi að keppendahópurinn sé mjög fjölbreyttur en það hafi tekist mjög vel að hrista þær saman. Meðal þátttakenda í ár er Stefanía Tara Þrastardóttir en hún hefur opinskátt tjáð sig um ferlið í sumar á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Segir hún að þyngdin sín sé þriggja stafa tala og ætlar hún sér að vera fyrirmynd í þessari keppni. Aðspurð um þetta sagðist Birgitta ekki vita hvort þetta væri í fyrsta skipti í sögu keppninnar sem hópurinn sé svona fjölbreyttur. „Ég get ekki svarað þessu þar sem enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum. Hópurinn samanstendur af 24 stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára. Þær eru allar fjölbreyttar á sinn hátt eins og við erum öll. “Ólíkar keppnirAthygli vekur að það séu tvær fegurðarsamkeppnir hér á landi með stuttu millibili, Miss World Iceland fer fram í ágúst en Miss Universe Iceland mánuði síðar. Birgitta segir að keppnirnar séu samt ólíkar. „Ungfrú Ísland eða Miss World Iceland leggur uppúr því að velja fulltrúa fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Miss World. Ferlið er því aðlagað að þeirri keppni en hún gengur að mestu út á góðgerðastörf. Miss Universe Iceland er síðan, líkt og Miss Universe, meiri fyrirsætukeppni.“ Allir keppendur taka þátt í góðgerðarstörfum að eigin vali í undirbúningi keppninnar. „Það er bæði vegna þess að Miss World keppnin leggur aðaláherslu á góðgerðarstörf og svo fannst okkur tilvalið að koma þessu inn í ferlið sem sjálfsagðan hlut hjá hópunum okkar með það í huga að þær sjái hvað margt smátt og samvinna getur gert mikið.“ Sú sem hlýtur titilinn Ungfrú Ísland byrjar á því að ákveða í hvaða góðgerðarverkefni Styrktarsjóður Ungfrú Ísland fer, sem stelpurnar hafa í sameiningu safnað fyrir í sumar. Svo byrjar hún að undirbúa ferð sína til Kína í Miss World í október.Keppendur Ungfrú Ísland 2017Birgitta LífÆtlaði sjálf í keppninaKeppendur taka meðal annars þátt í hópefli, námskeiðum, íþróttakeppni, hæfileikakeppni, myndatöku, förðunarnámskeiði og undirbúna sig fyrir tískusýningar. „Þær eignast nýjar vinkonur, fá alls kyns fræðslu, stækka tengslanetið sitt, uppgötva nýjar hliðar á sjálfum sér, fá aukið sjálfstraust og gefast ný tækifæri.“ Sjálf stefndi Birgitta á að taka þátt í þessari keppni á þessum tímapunkti en hætti við það eftir að foreldrar hennar, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class, keyptu keppnina. „Ég ólst svolítið upp viðloðandi þennan bransa og ætlaði alltaf að taka þátt. Ég vildi bíða þangað til ég yrði aðeins eldri en eftir að foreldrar mínir tóku við Ungfrú Ísland fannst mér ekki passa að taka þátt sjálf. Mér finnst hins vegar mjög gaman að vinna við keppnina og fylgjast með öllum þessum flottu stelpum blómstra og upplifa skemmtilega hluti með þeim.“Gagnrýndar á samfélagsmiðlumDómnefndina í ár skipa Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson eigendur Ungfrú Ísland, Sigurlaug Dröfn eigandi Reykjavík Make Up School, Sigrún Bender flugmaður hjá Icelandair og Ungfrú Reykjavík 2004 og Viðar Logi ljósmyndari og starfsmaður Eskimo Models „Það eru fimm titlar í boði sem allir eru ólíkir en fyrir titilinn Ungfrú Ísland, sem fer út fyrir hönd Íslands í Miss World, er verið að leita að sjálfstæðri ungri konu sem er margt til lista lagt, er dugleg og hefur áhuga á að láta gott af sér leiða.“ Birgitta viðurkennir að keppendurnir hafi upplifað einhverja gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Í upphafi ferlisins fengu þær fræðslu um fjölmiðla og samfélagsmiðla og hvernig sé best að tækla neikvæða gagnrýni. Þátttakendur frá 2015 og 2016 hafa síðan verið duglegar að miðla sinni reynslu og upplifun og erum við stjórnendurnir alltaf til staðar.“ Ungfrú Ísland verður sýnd í beinni útsendingu á Facebook síðu keppninnar. Ungfrú Ísland Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Fegurðarsamkeppnir eru umdeildar víða en Birgitta Líf Björnsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar Ungfrú Ísland segir að fegurðarsamkeppnin sé mjög breytt frá því á árum áður. Mikil áhersla er lögð á góðgerðarmál, sjálfstraust keppenda og andlega líðan þeirra.Birgitta Líf Björnsdóttir ásamt Fanney Ingvarsdóttir og Helga Ómarssyni á keppninni á síðasta áriBirgitta LífÁrið 2013 var fegurðarsamkeppnin harðlega gagnrýnd fyrir samning sem þáverandi eigendur áttu að hafa látið keppendur skrifa undir. Slíkur samningur hafði þá verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar voru meðal annars reglur varðandi takmörkun á þyngdaraukningu og fleira. Árið 2014 var engin keppni haldin hér á landi en ári síðar sneri keppnin til baka með nýja eigendur undir nafninu Miss World Iceland.Sundfatasýningin „barn síns tíma“„Keppendur skrifa bara undir þátttökusamning en í honum er ekkert útlitstengt,” segir Birgitta Líf við Vísi um núverandi fyrirkomulag keppninnar. „Okkar fókus hefur verið að fylgja formi Miss World og tókum við út fyrsta, annað og þriðja sætið og nú eru fimm mismunandi titlar í boði sem allir eru sömuleiðis í Miss World. Titlarnir eru Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan. Einnig bættum við góðgerðarstörfum inn í ferlið og höfum tekið út bikiníatriðið, þar sem engin sundfatasýning er í Miss World og fannst okkur sá þáttur orðinn barn síns tíma. Í staðinn verður íþróttafatasýning frá Nike.“ Stúlkurnar koma einnig fram í hönnun Ýr Þrastardóttur, Another Creation. Birgitta segir að stelpurnar hafi tekið þátt í mörgum skemmtilegum viðburðum í undibúningsferlinu. Þær sem fá titil á lokakvöldinu fara ekki tómhentar heim. „Allar 24 stelpurnar fá sex mánaða kort í Laugar Spa. Þær fimm sem fá titla fá árskort í Laugar Spa, alla FACE BODY HOME vörulínuna sem er að verðmæti 70 þúsund króna og sú sem fær titilinn Ungfrú Ísland fær einnig rúm frá Svefn & Heilsu.”Góður stuðningur við keppendur Birgitta Líf segir að í dag snúist keppnin Ungfrú Ísland um að velja verðugan fulltrúa til þess að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss World sem fer fram síðar á þessu ári í Kína. Íslensk stúlka hefur þrisvar náð sér í þann titil frá því fyrsta Ungfrú Ísland var krýnd árið 1950 en þær Hólmfríður Karlsdóttir, Linda Pétursdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir voru allar krýndar Ungfrú Heimur þegar þær tóku þátt.Birgitta LífSkipuleggjendur keppninnar segja að andleg líðan keppanda skipti miklu máli og unnið sé í því að styrkja sjálfstraust keppenda. „Stelpurnar byrjuðu undirbúningsferlið á að fara á Dale Carnegie námskeið en svo hefur hópur þátttakenda úr Ungfrú Ísland keppninni frá 2015 og 2016, ásamt stjórnendum Ungfrú Ísland, haldið vel utan um þær og veitt þeim góðan stuðning. Þær eru einnig duglegar að hvetja hvor aðrar áfram og vera til staðar. Svo erum við duglegar að fara í allskonar æfingar og leiki sem byggja upp gott sjálfstraust. Að taka þátt í svona ferli, koma fram á sviði á lokakvöldinu og að leyfa alþjóð að kynnast sér styrkir sjálfstraustið helling,“ segir Birgitta. Henni finnst mestu máli skipta að keppendum líði vel með sjálfa sig, stígi stoltar og sáttar á svið og hafi gaman af því að taka þátt í „showinu.“Þátttakendur ekki vigtaðirUngfrú Ísland keppnin verður haldin þann 26.ágúst næstkomandi í Hörpunni og munu þá 24 stúlkur keppa um titilinn. Birgitta Líf segir í samtali við Vísi að keppendahópurinn sé mjög fjölbreyttur en það hafi tekist mjög vel að hrista þær saman. Meðal þátttakenda í ár er Stefanía Tara Þrastardóttir en hún hefur opinskátt tjáð sig um ferlið í sumar á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Segir hún að þyngdin sín sé þriggja stafa tala og ætlar hún sér að vera fyrirmynd í þessari keppni. Aðspurð um þetta sagðist Birgitta ekki vita hvort þetta væri í fyrsta skipti í sögu keppninnar sem hópurinn sé svona fjölbreyttur. „Ég get ekki svarað þessu þar sem enginn þátttakandi hefur verið vigtaður á okkar vegum. Hópurinn samanstendur af 24 stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára. Þær eru allar fjölbreyttar á sinn hátt eins og við erum öll. “Ólíkar keppnirAthygli vekur að það séu tvær fegurðarsamkeppnir hér á landi með stuttu millibili, Miss World Iceland fer fram í ágúst en Miss Universe Iceland mánuði síðar. Birgitta segir að keppnirnar séu samt ólíkar. „Ungfrú Ísland eða Miss World Iceland leggur uppúr því að velja fulltrúa fyrir Íslands hönd til að taka þátt í Miss World. Ferlið er því aðlagað að þeirri keppni en hún gengur að mestu út á góðgerðastörf. Miss Universe Iceland er síðan, líkt og Miss Universe, meiri fyrirsætukeppni.“ Allir keppendur taka þátt í góðgerðarstörfum að eigin vali í undirbúningi keppninnar. „Það er bæði vegna þess að Miss World keppnin leggur aðaláherslu á góðgerðarstörf og svo fannst okkur tilvalið að koma þessu inn í ferlið sem sjálfsagðan hlut hjá hópunum okkar með það í huga að þær sjái hvað margt smátt og samvinna getur gert mikið.“ Sú sem hlýtur titilinn Ungfrú Ísland byrjar á því að ákveða í hvaða góðgerðarverkefni Styrktarsjóður Ungfrú Ísland fer, sem stelpurnar hafa í sameiningu safnað fyrir í sumar. Svo byrjar hún að undirbúa ferð sína til Kína í Miss World í október.Keppendur Ungfrú Ísland 2017Birgitta LífÆtlaði sjálf í keppninaKeppendur taka meðal annars þátt í hópefli, námskeiðum, íþróttakeppni, hæfileikakeppni, myndatöku, förðunarnámskeiði og undirbúna sig fyrir tískusýningar. „Þær eignast nýjar vinkonur, fá alls kyns fræðslu, stækka tengslanetið sitt, uppgötva nýjar hliðar á sjálfum sér, fá aukið sjálfstraust og gefast ný tækifæri.“ Sjálf stefndi Birgitta á að taka þátt í þessari keppni á þessum tímapunkti en hætti við það eftir að foreldrar hennar, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class, keyptu keppnina. „Ég ólst svolítið upp viðloðandi þennan bransa og ætlaði alltaf að taka þátt. Ég vildi bíða þangað til ég yrði aðeins eldri en eftir að foreldrar mínir tóku við Ungfrú Ísland fannst mér ekki passa að taka þátt sjálf. Mér finnst hins vegar mjög gaman að vinna við keppnina og fylgjast með öllum þessum flottu stelpum blómstra og upplifa skemmtilega hluti með þeim.“Gagnrýndar á samfélagsmiðlumDómnefndina í ár skipa Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson eigendur Ungfrú Ísland, Sigurlaug Dröfn eigandi Reykjavík Make Up School, Sigrún Bender flugmaður hjá Icelandair og Ungfrú Reykjavík 2004 og Viðar Logi ljósmyndari og starfsmaður Eskimo Models „Það eru fimm titlar í boði sem allir eru ólíkir en fyrir titilinn Ungfrú Ísland, sem fer út fyrir hönd Íslands í Miss World, er verið að leita að sjálfstæðri ungri konu sem er margt til lista lagt, er dugleg og hefur áhuga á að láta gott af sér leiða.“ Birgitta viðurkennir að keppendurnir hafi upplifað einhverja gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Í upphafi ferlisins fengu þær fræðslu um fjölmiðla og samfélagsmiðla og hvernig sé best að tækla neikvæða gagnrýni. Þátttakendur frá 2015 og 2016 hafa síðan verið duglegar að miðla sinni reynslu og upplifun og erum við stjórnendurnir alltaf til staðar.“ Ungfrú Ísland verður sýnd í beinni útsendingu á Facebook síðu keppninnar.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira