Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 11:41 Rannsakendur eru byrjaði að þjarma verulega að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Vísir/EPA Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27