Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 11:41 Rannsakendur eru byrjaði að þjarma verulega að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Vísir/EPA Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hefur skipt um lögmenn en hann er nú til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Washington Post greindi frá því í vikunni að alríkislögreglumenn hefðu gert húsleit á heimili Manafort í Virginíuríki í lok júlí. Þar hafi þeir lagt hald á ýmis gögn. Talsmaður Manafort segir nú að hann sé nú að skipta út lögmönnunum sem hafa komið fram fyrir hans hönd fram að þessu. Í stað þeirra ætli hann að ráða lögmenn frá Miller og Chevalier, stofu sem hann hefur notast við áður, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Stefnir erlendum bönkum um gögn og viðskipti ManafortTímaritið Time greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem fer fyrir rannsókninni á afskiptum Rússa og mögulegu samráði bandamanna Trump við þá hefði stefnt erlendum bönkum til að afhenda upplýsingar um reikninga og viðskipti Manafort og nokkurra fyrirtækja í hans eigu. Mueller er einnig sagður hafa haft samband við viðskiptafélaga Manafort, þar á meðal tengdason hans og úkraínskan auðjöfur, um upplýsingar sem geti hjálpað rannsakendum að þjarma að Manafort. Manafort var kosningastjóri Trump fram í ágúst í fyrra. Hann hætti eftir að greint var frá vísbendingum um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum hliðhollum Rússum í Úkraínu. Hann sat einnig umdeildan fund með rússneskum lögmanni í fyrra ásamt syni og tengdasyni Trump. Rússinn sagðist hafa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton og það væri liður í herferð Rússa til að hjálpa forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars. 3. ágúst 2017 21:50
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27