Ísland verður með í Eurovision: Flestir vilja sjá Jóhönnu á sviðinu í Lissabon Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2017 10:30 Jóhanna Guðrún er vinsælli en bæði Of Monsters and Men og Björk. Vísir Ísland verður með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Þetta staðfestir Ríkisútvarpið í samtali við Eurovisionáhugamannavefinn EscToday en það verður þá í 31. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í keppnina. Framlag Íslands verður valið með forkeppni eins og síðastliðin ár en nánari upplýsingar um útfærslu og umsóknarfrest verða kynntar síðar að sögn Esctoday. Söngvakeppnin 2018 verður haldin í Lissabon, höfuðborg Portúgals, dagana 8., 10. og 12. maí. Íslandi hefur mistekist að komast upp úr undanriðlunum undanfarin 3 ár og er Eurovisionáhugafólk um alla álfuna orðið langeygt eftir því að bölvun Íslands verði aflétt.EsctodayÁ vef EscToday er leitað aðstoðar almennings við að finna fulltrúa fyrir Ísland sem væri líklegur til að koma þjóðinni á úrslitakvöldið. Af þeim sjö valmöguleikum sem boðið er upp á í könnun EscToday trónir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, eða Yohanna, á toppnum. Það ætti að koma fáum á óvart enda heillaði hún Evrópu með flutningi sínum á Is it True? í Moskvu árið 2009 og uppskar annað sætið í keppninni fyrir vikið. Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men sem nýtur hylli um heim allan og hafa lög sveitarinnar rataði á topplista víða um álfuna. Í fjórða sæti er Greta Salóme Stefánsdóttir sem er Eurovisionaðdáendum góðkunn eftir að hafa keppt tvisvar fyrir Íslands hönd, fyrst í Bakú árið 2012 og svo í fyrra í Stokkhólmi. Önnur úrslit könnunarinnar má sjá hér til hliðar. Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Ísland verður með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Þetta staðfestir Ríkisútvarpið í samtali við Eurovisionáhugamannavefinn EscToday en það verður þá í 31. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í keppnina. Framlag Íslands verður valið með forkeppni eins og síðastliðin ár en nánari upplýsingar um útfærslu og umsóknarfrest verða kynntar síðar að sögn Esctoday. Söngvakeppnin 2018 verður haldin í Lissabon, höfuðborg Portúgals, dagana 8., 10. og 12. maí. Íslandi hefur mistekist að komast upp úr undanriðlunum undanfarin 3 ár og er Eurovisionáhugafólk um alla álfuna orðið langeygt eftir því að bölvun Íslands verði aflétt.EsctodayÁ vef EscToday er leitað aðstoðar almennings við að finna fulltrúa fyrir Ísland sem væri líklegur til að koma þjóðinni á úrslitakvöldið. Af þeim sjö valmöguleikum sem boðið er upp á í könnun EscToday trónir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, eða Yohanna, á toppnum. Það ætti að koma fáum á óvart enda heillaði hún Evrópu með flutningi sínum á Is it True? í Moskvu árið 2009 og uppskar annað sætið í keppninni fyrir vikið. Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men sem nýtur hylli um heim allan og hafa lög sveitarinnar rataði á topplista víða um álfuna. Í fjórða sæti er Greta Salóme Stefánsdóttir sem er Eurovisionaðdáendum góðkunn eftir að hafa keppt tvisvar fyrir Íslands hönd, fyrst í Bakú árið 2012 og svo í fyrra í Stokkhólmi. Önnur úrslit könnunarinnar má sjá hér til hliðar.
Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira