Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2017 21:56 Þristarnir út af Snæfellsnesi í kvöld. Myndin er tekin úr Breitling-þristinum, sem er rétt fyrir aftan og til hliðar við Pál Sveinsson. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53