Talið er að hluti af líkama hafi fundist í sjónum við Höllviken á Skáni í Svíþjóð í dag.
Tæknideild sænsku lögreglunnar var send á vettvang og hefur lögregla í Danmörku verið upplýst um fundinn.
Mögulegt er talið að líkamshluturinn gæti tengst leitinni að sænsku blaðakonunni Kim Wall.
Í frétt Aftonbladet segir að maður hafi tilkynnt lögreglu um fundinn klukkan 11:38 að staðartíma, eða 9:38 að íslenskum tíma.
Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkur sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall.
Peter Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.

