Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 11:11 Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ræðir við skjólstæðing sinn sem hylur andlit sitt þegar ljósmyndarar eru nærri. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn, gefur nú skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas neitar enn sök í þeim ákærulið sem snýr að Birnu en játar að hafa ætlað að flytja umfangsmikið magn fíkniefna til Íslands. Hann breytti framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í dómssal ímorgun.Fylgst er með aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi.Polar Nanoq er í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkFöstudagskvöldið í frásögn Thomasar Aðalmeðferðin byrjaði á því að Kristinn Halldórsson, dómsformaður fjölskipaðs héraðsdóms, bað Thomas um að lýsa í frjálsri frásögn því sem gerðist föstudaginn 13. janúar og svo aðfaranótt 14. janúar. Thomas sagði frá því að eftir að vinnu lauk síðdegis á föstudeginum hafi hann farið ásamt öðrum skipverja í bíltúr eftir að þeir leigðu bíl. Þeir hafi síðan farið í Kringluna og Smáralind þar sem þeir hafi borðað. Þeir hafi síðan farið niður í Polar Nanoq, grænlenska togarann þar sem þeir unnu, en hann var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Þeir hafi svo farið á æfingu. Thomas mundi ekki hvar það var en eftir æfinguna fóru þeir aftur í bíltúr og síðan aftur niður í skip um klukkan ellefu á föstudagskvöldið. Hálftíma síðar hefði Thomas, ásamt öðrum skipverja, skutlað Nikolaj Olsen, öðrum skipverja af Polar Nanoq, niður í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj hafi verið kominn í bæinn fyrir miðnætti á föstudagskvöldið en Thomas hafi síðan aftur farið í skipið. Nikolaj sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að málinu í tvær vikur en var sleppt úr haldi í byrjun febrúar. Hann mun gefa skýrslu á eftir Thomasi.Ljósmyndarar biðu eftir komu Thomasar í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Þeir áttuðu sig þó ekki á því að hann var mættur og var geymdur í næsta herbergi við dómssalinn. Ljósmyndarar rétt náðu myndum af Thomasi áður en dómssalnum var lokað en þar eru myndatökur bannaðar eftir að dómur er settur.Vann í hjólinu á English Pub „Ég talaði við kærustuna mína [...] en Nikolaj heldur áfram að senda okkur í gegnum Messenger að koma niður í bæ. Eftir að ég var á Facetime með kærustunni minni sofna ég en ég vaknaði síðan aftur þegar Nikolaj hringir aftur. Nikolaj hringir stanslaust og ég hafði áhyggjur af honum,“ sagði Thomas. Hann hafi því farið niður í bæ til að hitta hann. „Ég hitti Nikolaj á English Pub og ég sé strax að hann var orðinn ansi fullur. Hann var á þessum tíma með fullt af bjórum því hann hafði unnið í hjólinu. Hann gaf mér bjór og á meðan ég er enn að drekka bjórinn þá gaf hann mér Jagerbombu. Svo keypti hann tvær eða þrjár Jagerbombur til viðbótar. Nikolaj var mjög vinalegur við alla og sérstaklega konur.“ Nikolaj hafi svo farið á klósettið og verið þar í nokkra stund. Thomas kvaðst hafa farið aðeins fyrir utan English Pub, komið svo aftur inn og þá hafi Nikolaj komið fram. Hann hafi verið eins og hann væri nýlega vaknaður og ennþá fullur. Þeir hafi svo farið aftur á barinn.Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, er í dómssal og fylgist með því sem fram fer og teiknar fyrir lesendur.Vísir/Sunna KristínSegir Nikolaj hafa reynt við stelpur „Nikolaj var að reyna við allar stelpurnar, sérstaklega stelpurnar á barnum og var að reyna að snerta þær. [...] Svo vildi ég kíkja á annan stað og Nikolaj kom líka. Við fórum á American Bar og drukkum þar og hann var líka að reyna við alla. Nikolaj vildi kaupa flösku af vodka en honum var neitað því American Bar var alveg að loka. Eftir lokun vorum við aðeins inni en fórum síðan út.“ Thomas sagði síðan að hann hafi ætlað að fara í bílinn en stoppað á pítsustað til að fá sér að borða. Þar hafi hins vegar verið löng bið svo hann hafi ákveðið að fá sér pylsu í pylsuvagninum. Hann hafi talað við Nikolaj í gegnum Messenger og sagt honum að koma að hitta sig við pylsuvagninn. Þeir hafi síðan farið aftur í bílinn og sagði Thomas að Nikolaj hafi viljað fara í bíltúr. Þeir hafi því keyrt um miðbæinn og á Laugavegi hafi stúlka komið inn í bílinn þeirra sem sem hafi haldið að um leigubíl væri að ræða. Thomas segir nú að aðeins ein stúlka hafi komið upp í bílinn en við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði hann að um tvær stúlkur hafi verið að ræða. Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði Thomas líka að önnur þessara stúlkna hefði verið BirnaNikolaj Olsen mætti í Héraðsdóm Reykjaness um hálf ellefu leytið og beið þess að gefa skýrslu.Vísir/Anton BrinkSegir Nikolaj hafa ekið í burtu með stúlkuna Fyrir dómi í dag kvaðst Thomas hins vegar ekki kannast við að hafa tekið Birnu upp í bílinn. Hann sagðist ekki geta fullyrt hvort hún hefði komið í bílinn eða ekki en hann hefði sagt við verjanda sinn þegar hann var í haldi að hann hefði aldrei séð Birnu áður. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði þá hvort um misskilning í skýrslutöku hefði verið að ræða og svaraði Thomas því játandi. Thomas lýsti því að þegar stúlkan hafi komið inn í bílinn á Laugavegi hafi hann sagt við hana á ensku að þetta væri ekki leigubíll. Hann hafi hins vegar ákveðið að hann gæti hjálpað stúlkunni og keyrt hana heim. Thomas sagði að stúlkan hafi sest aftur í í bílinn. „Við keyrum í átt til Hafnarfjarðar og Nikolaj og stúlkan eru að tala saman. Hún sofnaði aftur í í bílnum. Svo beygðum við inn hjá Smáralind því Nikolaj vissi um stað þar sem var strippklúbbur. Nikolaj fór inn og kom svo út aftur og við keyrðum áfram en við vorum pínu villtir. Svo keyrum við yfir brúna og ég þarf svo að pissa. [...] Nikolaj vildi fá smá prívat tíma með konunni svo ég fór út að pissa, fór í smá göngutúr í kringum tré og ég gat séð stórt hvítt hús. Nikolaj var að spjalla við konuna en svo sé ég að hann keyrir frá mér. Ég man ekki hversu lengi hann var í burtu. Ég gat ekki hringt í hann því ég var ekki með símann minn, ég missti hann örugglega í bílnum. Svo kom Nikolaj aftur og þá var hann orðinn einn. Ég spurði hvar konan væri og hann sagði mér að húsið hennar hefði verið þarna rétt hjá og hún hafi ákveðið að labba heim,“ sagði Thomas. Hann lýsti því að Nikolaj hafi verið að nudda hendurnar sínar, hann hafi verið svolítið æstur og alltaf að horfa á Thomas. „Hann var mjög stressaður og með galopin augu.“Lögreglumenn fylgja Thomasi eftir en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar.Vísir/Anton BrinkBer fyrir sig minnisleysi Thomas sagði að þeir hafi síðan farið aftur í skipið. Hann hafi drepið á bílnum og lagt honum við skipið en ekki farið niður í það því hann var að leita að símanum sínum. Hann hafi síðan fundið hann en svo hafi hann átt að hitta mann til að gefa honum ákveðinn pakka. Sá aðili hafi beðið hann um að slökkva á símanum sínum en Thomas kvaðst ekki getað tjáð sig meira um það, til að mynda ekki sagt frá því hver maðurinn væri sem ætti að fá pakkann eða hvað var í pakkanum. Þegar Thomas hafði lokið við sína frjálsu frásögn tók sækjandi að spyrja hann um málsatvik. Hún spurði hann hvers vegna framburður nú væri svo gjörbreyttur frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Nú fyrir dómi kvaðst hann til að mynda ekki hafa kysst stúlku í bílnum við flotkvína á Hafnarfjarðarhöfn eins og hann bar hjá lögreglu. Bar Thomas fyrir sig minnisleysi; hann kvaðst ekki hafa munað rétt eftir málsatvikum hjá lögreglu. „Það var erfitt fyrir mig að muna og þessi einangrun var ekki að hjálpa mér að muna neitt. Það var mjög erfitt að vera í einangrun.“Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari þegar hún mætti í Héraðsdóm Reykjaness um níuleytið í morgun.Vísir/Anton BrinkLögreglan hafi notað kærustuna gegn sér Kolbrún sagði þá að þegar hann gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu hafi hann ekki verið búinn að vera í einangrun. „Ég svaf lítið á þessum tíma. Lögreglan kom inn á tveggja tíma fresti og vakti mig og öskraði „Hvar er hún? Hvar er hún?“. Lögreglan kom mjög illa fram við mig. Ég var rosalega stressaður á þessum tíma og undir mikilli pressu. Lögreglan var að spyrja mig leiðandi spurninga og mig langaði að hjálpa. En ég var stressaður og þeir spyrja „Þú varst að gera þetta og þú varst að gera þetta.““ Kolbrún spurði hann þá hvers vegna hann hafi ekki sagt við skýrslutöku hjá lögreglu að hann myndi ekki eftir því sem hafði gerst. „Eftir að ég var hættur í einangrun þá byrja að koma sálfræðingar til mín og þá róast ég og lögreglan hætti að koma til mín og það hjálpaði. [...] Lögreglan kallaði mig öllum illum nöfnum og kom illa fram við mig. Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er. Ég var undir mikilli pressu og mig langaði svo að hjálpa en ég sagði óvart ósatt um hvað hafði gerst.“Áfram er fylgst með aðalmeðferð málsins í beinni textalýsingu á Vísi. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana aðfaranótt 14. janúar síðastliðinn, gefur nú skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas neitar enn sök í þeim ákærulið sem snýr að Birnu en játar að hafa ætlað að flytja umfangsmikið magn fíkniefna til Íslands. Hann breytti framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í dómssal ímorgun.Fylgst er með aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi.Polar Nanoq er í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkFöstudagskvöldið í frásögn Thomasar Aðalmeðferðin byrjaði á því að Kristinn Halldórsson, dómsformaður fjölskipaðs héraðsdóms, bað Thomas um að lýsa í frjálsri frásögn því sem gerðist föstudaginn 13. janúar og svo aðfaranótt 14. janúar. Thomas sagði frá því að eftir að vinnu lauk síðdegis á föstudeginum hafi hann farið ásamt öðrum skipverja í bíltúr eftir að þeir leigðu bíl. Þeir hafi síðan farið í Kringluna og Smáralind þar sem þeir hafi borðað. Þeir hafi síðan farið niður í Polar Nanoq, grænlenska togarann þar sem þeir unnu, en hann var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Þeir hafi svo farið á æfingu. Thomas mundi ekki hvar það var en eftir æfinguna fóru þeir aftur í bíltúr og síðan aftur niður í skip um klukkan ellefu á föstudagskvöldið. Hálftíma síðar hefði Thomas, ásamt öðrum skipverja, skutlað Nikolaj Olsen, öðrum skipverja af Polar Nanoq, niður í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj hafi verið kominn í bæinn fyrir miðnætti á föstudagskvöldið en Thomas hafi síðan aftur farið í skipið. Nikolaj sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að málinu í tvær vikur en var sleppt úr haldi í byrjun febrúar. Hann mun gefa skýrslu á eftir Thomasi.Ljósmyndarar biðu eftir komu Thomasar í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Þeir áttuðu sig þó ekki á því að hann var mættur og var geymdur í næsta herbergi við dómssalinn. Ljósmyndarar rétt náðu myndum af Thomasi áður en dómssalnum var lokað en þar eru myndatökur bannaðar eftir að dómur er settur.Vann í hjólinu á English Pub „Ég talaði við kærustuna mína [...] en Nikolaj heldur áfram að senda okkur í gegnum Messenger að koma niður í bæ. Eftir að ég var á Facetime með kærustunni minni sofna ég en ég vaknaði síðan aftur þegar Nikolaj hringir aftur. Nikolaj hringir stanslaust og ég hafði áhyggjur af honum,“ sagði Thomas. Hann hafi því farið niður í bæ til að hitta hann. „Ég hitti Nikolaj á English Pub og ég sé strax að hann var orðinn ansi fullur. Hann var á þessum tíma með fullt af bjórum því hann hafði unnið í hjólinu. Hann gaf mér bjór og á meðan ég er enn að drekka bjórinn þá gaf hann mér Jagerbombu. Svo keypti hann tvær eða þrjár Jagerbombur til viðbótar. Nikolaj var mjög vinalegur við alla og sérstaklega konur.“ Nikolaj hafi svo farið á klósettið og verið þar í nokkra stund. Thomas kvaðst hafa farið aðeins fyrir utan English Pub, komið svo aftur inn og þá hafi Nikolaj komið fram. Hann hafi verið eins og hann væri nýlega vaknaður og ennþá fullur. Þeir hafi svo farið aftur á barinn.Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins, er í dómssal og fylgist með því sem fram fer og teiknar fyrir lesendur.Vísir/Sunna KristínSegir Nikolaj hafa reynt við stelpur „Nikolaj var að reyna við allar stelpurnar, sérstaklega stelpurnar á barnum og var að reyna að snerta þær. [...] Svo vildi ég kíkja á annan stað og Nikolaj kom líka. Við fórum á American Bar og drukkum þar og hann var líka að reyna við alla. Nikolaj vildi kaupa flösku af vodka en honum var neitað því American Bar var alveg að loka. Eftir lokun vorum við aðeins inni en fórum síðan út.“ Thomas sagði síðan að hann hafi ætlað að fara í bílinn en stoppað á pítsustað til að fá sér að borða. Þar hafi hins vegar verið löng bið svo hann hafi ákveðið að fá sér pylsu í pylsuvagninum. Hann hafi talað við Nikolaj í gegnum Messenger og sagt honum að koma að hitta sig við pylsuvagninn. Þeir hafi síðan farið aftur í bílinn og sagði Thomas að Nikolaj hafi viljað fara í bíltúr. Þeir hafi því keyrt um miðbæinn og á Laugavegi hafi stúlka komið inn í bílinn þeirra sem sem hafi haldið að um leigubíl væri að ræða. Thomas segir nú að aðeins ein stúlka hafi komið upp í bílinn en við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði hann að um tvær stúlkur hafi verið að ræða. Við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu sagði Thomas líka að önnur þessara stúlkna hefði verið BirnaNikolaj Olsen mætti í Héraðsdóm Reykjaness um hálf ellefu leytið og beið þess að gefa skýrslu.Vísir/Anton BrinkSegir Nikolaj hafa ekið í burtu með stúlkuna Fyrir dómi í dag kvaðst Thomas hins vegar ekki kannast við að hafa tekið Birnu upp í bílinn. Hann sagðist ekki geta fullyrt hvort hún hefði komið í bílinn eða ekki en hann hefði sagt við verjanda sinn þegar hann var í haldi að hann hefði aldrei séð Birnu áður. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði þá hvort um misskilning í skýrslutöku hefði verið að ræða og svaraði Thomas því játandi. Thomas lýsti því að þegar stúlkan hafi komið inn í bílinn á Laugavegi hafi hann sagt við hana á ensku að þetta væri ekki leigubíll. Hann hafi hins vegar ákveðið að hann gæti hjálpað stúlkunni og keyrt hana heim. Thomas sagði að stúlkan hafi sest aftur í í bílinn. „Við keyrum í átt til Hafnarfjarðar og Nikolaj og stúlkan eru að tala saman. Hún sofnaði aftur í í bílnum. Svo beygðum við inn hjá Smáralind því Nikolaj vissi um stað þar sem var strippklúbbur. Nikolaj fór inn og kom svo út aftur og við keyrðum áfram en við vorum pínu villtir. Svo keyrum við yfir brúna og ég þarf svo að pissa. [...] Nikolaj vildi fá smá prívat tíma með konunni svo ég fór út að pissa, fór í smá göngutúr í kringum tré og ég gat séð stórt hvítt hús. Nikolaj var að spjalla við konuna en svo sé ég að hann keyrir frá mér. Ég man ekki hversu lengi hann var í burtu. Ég gat ekki hringt í hann því ég var ekki með símann minn, ég missti hann örugglega í bílnum. Svo kom Nikolaj aftur og þá var hann orðinn einn. Ég spurði hvar konan væri og hann sagði mér að húsið hennar hefði verið þarna rétt hjá og hún hafi ákveðið að labba heim,“ sagði Thomas. Hann lýsti því að Nikolaj hafi verið að nudda hendurnar sínar, hann hafi verið svolítið æstur og alltaf að horfa á Thomas. „Hann var mjög stressaður og með galopin augu.“Lögreglumenn fylgja Thomasi eftir en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar.Vísir/Anton BrinkBer fyrir sig minnisleysi Thomas sagði að þeir hafi síðan farið aftur í skipið. Hann hafi drepið á bílnum og lagt honum við skipið en ekki farið niður í það því hann var að leita að símanum sínum. Hann hafi síðan fundið hann en svo hafi hann átt að hitta mann til að gefa honum ákveðinn pakka. Sá aðili hafi beðið hann um að slökkva á símanum sínum en Thomas kvaðst ekki getað tjáð sig meira um það, til að mynda ekki sagt frá því hver maðurinn væri sem ætti að fá pakkann eða hvað var í pakkanum. Þegar Thomas hafði lokið við sína frjálsu frásögn tók sækjandi að spyrja hann um málsatvik. Hún spurði hann hvers vegna framburður nú væri svo gjörbreyttur frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Nú fyrir dómi kvaðst hann til að mynda ekki hafa kysst stúlku í bílnum við flotkvína á Hafnarfjarðarhöfn eins og hann bar hjá lögreglu. Bar Thomas fyrir sig minnisleysi; hann kvaðst ekki hafa munað rétt eftir málsatvikum hjá lögreglu. „Það var erfitt fyrir mig að muna og þessi einangrun var ekki að hjálpa mér að muna neitt. Það var mjög erfitt að vera í einangrun.“Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari þegar hún mætti í Héraðsdóm Reykjaness um níuleytið í morgun.Vísir/Anton BrinkLögreglan hafi notað kærustuna gegn sér Kolbrún sagði þá að þegar hann gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu hafi hann ekki verið búinn að vera í einangrun. „Ég svaf lítið á þessum tíma. Lögreglan kom inn á tveggja tíma fresti og vakti mig og öskraði „Hvar er hún? Hvar er hún?“. Lögreglan kom mjög illa fram við mig. Ég var rosalega stressaður á þessum tíma og undir mikilli pressu. Lögreglan var að spyrja mig leiðandi spurninga og mig langaði að hjálpa. En ég var stressaður og þeir spyrja „Þú varst að gera þetta og þú varst að gera þetta.““ Kolbrún spurði hann þá hvers vegna hann hafi ekki sagt við skýrslutöku hjá lögreglu að hann myndi ekki eftir því sem hafði gerst. „Eftir að ég var hættur í einangrun þá byrja að koma sálfræðingar til mín og þá róast ég og lögreglan hætti að koma til mín og það hjálpaði. [...] Lögreglan kallaði mig öllum illum nöfnum og kom illa fram við mig. Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er. Ég var undir mikilli pressu og mig langaði svo að hjálpa en ég sagði óvart ósatt um hvað hafði gerst.“Áfram er fylgst með aðalmeðferð málsins í beinni textalýsingu á Vísi.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira