Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 08:20 Kim Wall hefur verið leitað síðustu daga. Mynd/Samsett Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07
Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30