Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 08:20 Kim Wall hefur verið leitað síðustu daga. Mynd/Samsett Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Peter Madsen hefur viðurkennt að hafa varpað líki sænsku blaðakonunnar Kim Wall fyrir borð í kafbáti sínum. Slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. Sænskir og danskir fjölmiðlar greina frá þessu, en hinn danski Madsen á að hafa viðurkennt þetta í yfirheyrslu hjá lögreglu og fyrir dómara. Madsen viðurkennir að lík Wall sé að finna á ótilgreindum stað á hafsbotni í Kögeflóa fyrir utan Kaupmannahöfn. SVT og DR greina frá þessu. Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir kafbátnum hafi einungis verið siglt á dönsku hafsvæði, í syðsta hluta Eyrarsunds og í nyrðri og vestari hluta Kögeflóa. Kafarar hafa leitað að líki Wall á þessum slóðum síðustu daga og verður veit fram haldið í dag.Hugðist skrifa um kafbátinn og siglinguna Síðast sást til hinnar þrítugu Wall fimmtudaginn 10. ágúst en hún var með Madsen í kafbátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Madsen var handtekinn á laugardaginn grunaður um manndráp af gáleysi eftir að kafbáturinn UC3 Nautilus sökk á föstudaginn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald, en neitaði til að byrja með að hafa orðið Wall að bana. Sagðist hann hafa hleypt henni frá borði áður en báturinn sök. Báturinn var svo hífður upp af hafsbotni, en ekkert lík fannst þar um borð. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að bátnum hafði verið sökkt af ásettu ráði. „Við teljum að hann segi satt þegar hann segir að hún hafi látið lífið um borð í kafbátnum,“ segir Steen Hansen, fjölmiðlafulltrúi Kaupmannahafnarlögreglunnar, í samtali við TT. Hansen vill þó ekki upplýsa hvort Madsen segi slysið hafa átt sér stað á fimmtudeginum eða föstudeginum.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07 Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hvarf Kim Wall: Lögreglan í Danmörku segist leita að líki Lögreglan í Danmörku gerir nú ráð fyrir að sænska blaðakonan Kim Wall sé látin. 17. ágúst 2017 11:07
Danskur kafbátaeigandi handtekinn vegna hvarfs sænskrar konu Kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem bjargað var þegar kafbáturinn hans sökk í gær, hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi. 12. ágúst 2017 12:22
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30