Icelandair endurskoðar umdeilda skilmála eftir kvartanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira