Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 11:29 Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27
Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41