Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 10:45 Réttindi hinsegin fólks eru víða fótum troðin í Afríku og sæta einstaklingar ofsóknum og mæta miklum fordómum. Stjórnvöld taka nú á móti hópi hinsegin flóttafólks í annað sinn en þessi mynd er úr Gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“ Flóttamenn Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“
Flóttamenn Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira