Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Íbúar Houston eru enn varaðir við því að aka um götur borgarinnar enda er vatnselgurinn mikill. Vísir/AFP Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39
Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28