Stærsti jarðskjálfti í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Í Mexíkóborg mátti greinilega sjá tjónið sem skjálftinn olli. Nordicphotos/AFP Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira