Stærsti jarðskjálfti í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Í Mexíkóborg mátti greinilega sjá tjónið sem skjálftinn olli. Nordicphotos/AFP Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist 8,2 stig olli í fyrrinótt miklu tjóni í ríkjunum Oaxaca, Tabasco og Chiapas í Mexíkó. Að minnsta kosti 58 fórust í skjálftanum sem forseti Mexíkó segir þann sterkasta í sögu ríkisins. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 87 kílómetra suðvestur af bænum Pijijiapan. Í kjölfarið gáfu Mexíkó og nágrannaríkin út flóðbylgjuviðvörun en hún var síðan dregin til baka. Jarðskjálftinn var svo sterkur að jafnvel íbúar Mexíkóborgar, sem er í um þúsund kílómetra fjarlægð frá Pijijiapan, fundu fyrir honum. Eftirskjálftarnir hafa einnig verið sterkir. Hafa þeir mælst á bilinu 4,3 til 5,7 stig og nær ströndum Mexíkó heldur en sá fyrsti. Að mati Enrique Peña Nieto forseta fundu um 50 milljónir Mexíkóa fyrir skjálftanum. Sagðist hann jafnframt óttast mjög að tala látinna ætti eftir að hækka. Um helmingur hinna látnu voru íbúar Juchitán-bæjar í Oaxaca. Að sögn ríkisstjórans, Alejandro Murat, fórust sautján íbúar bæjarins en 23 í ríkinu öllu. Aftur á móti létu sjö lífið í Chiapas og tvö börn í Tabasco. Þá greindi forseti Gvatemala, Jimmy Morales, frá því að þar í landi hefði einn farist. „Við höfum frétt af nokkru tjóni og andláti einnar manneskju, við höfum þó ekki enn verið upplýst um öll smáatriði,“ sagði forsetinn við fjölmiðla. Talsvert eigna- og innviðatjón varð einnig vegna skjálftans og greinir BBC frá því að víða hafi verið rafmagnslaust í gær, byggingar hafi hrunið og vegir rofnað, jafnvel í höfuðborginni Mexíkóborg. „Það mátti heyra háværa bresti í steyptum veggjum og vegum. Líkt og risavaxin trjágrein væri brotin með offorsi. Fólk streymdi út á götur í röðum og reyndi að forðast háspennulínur sem féllu til jarðar,“ sagði blaðamaðurinn Franc Contreras, staddur í Mexíkóborg, við BBC í gær. Annars konar hamfarir ógna Mexíkóbúum einnig en fellibylurinn Katia var um 300 kílómetra austur af landinu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Samkvæmt spám átti Katia að ganga á land á austurströndinni í nótt en meðalvindhraði hennar mældist um 63 metrar á sekúndu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira