Undirrituðu samninga um íþróttamannvirki í Úlfarsárdal eftir margra ára deilur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 18:31 Dagur og Sigurður Ingi við undirritunina í dag. vísir/stefán Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Sigurður Ingi Tómasson, formaður íþróttafélagsins Fram, undirrituðu í dag samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal sem þjóna munu íbúum Grafarholts og Úlfarsársdals og verða samtengd sundlaug, bókasafni og menningarmiðstöð hverfisins. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er markmiðið með samningunum „að fullnægja þeim kröfum er íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals gera til öflugs íþrótta- og æskulýðsstarfs í hverfinu til framtíðar. Fram stefnir að því að verða fyrirmyndar og alhliða íþróttafélag í hverfinu og skuldbindur félagið sig til þess að annast íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir félagsmenn sína, íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal og á starfssvæði Fram og þjónusta skóla og aðra aðila verði eftir því leitað.“ Búið er að byggja gervigrasvöll og grasæfingasvæði í Úlfarsárdal auk þess sem komið hefur verið fyrir bráðabirgðabúningaaðstöðu og aðstöðu vegna æfinga-og heimaleikja á gervigrassvæði. Þá hefur Fram aðgang að íþróttahúsum Sæmundarskóla og Ingunnarskóla. Samningurinn nú kveður meðal annars á um að byggt verði fjölnota íþróttamannvirki fyrir Fram sem og aðalleikvangur fyrir félagið þar sem verður gervigras með upphitun og flóðlýsingu ásamt vökvunarkerfi. Ferli sem miðaði að því að Fram myndi flytja höfuðstöðvar sínar í Úlfarsárdal hófst árið 2004 en samningar tóku langan tíma vegna en deilna milli félagsins og Reykjavíkurborgar um íbúafjölda í hverfinu. Í tilkynningu frá Fram í júlí síðastliðnum sagði meðal annars: „Deilur milli Fram og Reykjavíkurborgar síðustu ár snérust að mestu um að hverfið, sem upphaflega átti að vera 25.000 manna hverfi, var skorið niður í um 9.500 manna hverfi og aðstaða félagsins var takmörkuð að verulegu leyti frá fyrstu samningum. Viðræður um lausn hafa staðið yfir um árabil en nú hafa samningsaðilar komist að niðurstöðu.“ Þá kom jafnframt fram að viðlíka uppbygging og áætluð er í Úlfarsárdal yrði aldrei möguleg í Safamýri þar sem Fram hefur haft aðstöðu um árabil. Uppbyggingu í Úlfarsárdal á að vera lokið árið 2021. Tengdar fréttir Ná samkomulagi um byggingu höfuðstöðva Fram í Úlfarsárdal Samningar milli Fram og Reykjavíkurborgar hafa nú loksins náðst en ferlið hefur staðið yfir síðan árið 2004. Uppbygging á svæðinu hefst nú þegar og mun ljúka árið 2021. 6. júlí 2017 06:50 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Sigurður Ingi Tómasson, formaður íþróttafélagsins Fram, undirrituðu í dag samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal sem þjóna munu íbúum Grafarholts og Úlfarsársdals og verða samtengd sundlaug, bókasafni og menningarmiðstöð hverfisins. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er markmiðið með samningunum „að fullnægja þeim kröfum er íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals gera til öflugs íþrótta- og æskulýðsstarfs í hverfinu til framtíðar. Fram stefnir að því að verða fyrirmyndar og alhliða íþróttafélag í hverfinu og skuldbindur félagið sig til þess að annast íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir félagsmenn sína, íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal og á starfssvæði Fram og þjónusta skóla og aðra aðila verði eftir því leitað.“ Búið er að byggja gervigrasvöll og grasæfingasvæði í Úlfarsárdal auk þess sem komið hefur verið fyrir bráðabirgðabúningaaðstöðu og aðstöðu vegna æfinga-og heimaleikja á gervigrassvæði. Þá hefur Fram aðgang að íþróttahúsum Sæmundarskóla og Ingunnarskóla. Samningurinn nú kveður meðal annars á um að byggt verði fjölnota íþróttamannvirki fyrir Fram sem og aðalleikvangur fyrir félagið þar sem verður gervigras með upphitun og flóðlýsingu ásamt vökvunarkerfi. Ferli sem miðaði að því að Fram myndi flytja höfuðstöðvar sínar í Úlfarsárdal hófst árið 2004 en samningar tóku langan tíma vegna en deilna milli félagsins og Reykjavíkurborgar um íbúafjölda í hverfinu. Í tilkynningu frá Fram í júlí síðastliðnum sagði meðal annars: „Deilur milli Fram og Reykjavíkurborgar síðustu ár snérust að mestu um að hverfið, sem upphaflega átti að vera 25.000 manna hverfi, var skorið niður í um 9.500 manna hverfi og aðstaða félagsins var takmörkuð að verulegu leyti frá fyrstu samningum. Viðræður um lausn hafa staðið yfir um árabil en nú hafa samningsaðilar komist að niðurstöðu.“ Þá kom jafnframt fram að viðlíka uppbygging og áætluð er í Úlfarsárdal yrði aldrei möguleg í Safamýri þar sem Fram hefur haft aðstöðu um árabil. Uppbyggingu í Úlfarsárdal á að vera lokið árið 2021.
Tengdar fréttir Ná samkomulagi um byggingu höfuðstöðva Fram í Úlfarsárdal Samningar milli Fram og Reykjavíkurborgar hafa nú loksins náðst en ferlið hefur staðið yfir síðan árið 2004. Uppbygging á svæðinu hefst nú þegar og mun ljúka árið 2021. 6. júlí 2017 06:50 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Ná samkomulagi um byggingu höfuðstöðva Fram í Úlfarsárdal Samningar milli Fram og Reykjavíkurborgar hafa nú loksins náðst en ferlið hefur staðið yfir síðan árið 2004. Uppbygging á svæðinu hefst nú þegar og mun ljúka árið 2021. 6. júlí 2017 06:50