Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 22:03 Lögmaður Trump yngri segir hann þakklátan fyrir að fá tækifæri til að hjálpa þingnefndinni. Vísir/AFP Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Donald Trump yngri, elsti sonur Bandaríkjaforseta, svarar spurningum fulltrúa í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Nefndin rannsakar ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs í fyrra.Reuters-fréttastofan segir að Trump yngri hafi verið boðið að bera vitni fyrir opnum dyrum í júlí en að hann hafi komist að samkomulagi við nefndarmenn um að ræða við þá fyrir luktum dyrum síðar. Nokkrar þingnefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú afskipti Rússa af kosningunum og hvort að þeir hafi mögulega átt samráð við bandamenn Trump þegar hann var frambjóðandi. Bandaríska leyniþjónustan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar til að tryggja kjör Trump. Meint samráð er einnig til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins.Hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um ClintonTrump yngri komst í sviðsljósið í tengslum við rannsóknina fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hefði samþykkt og komið á fundi með rússneskum lögmanni sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. Honum hafði jafnframt verið sagt í tölvupósti að það væri liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump eldri. Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, og Jared Kushner, tengdasonur hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Búist er við að Trump yngri komi einnig fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar síðar á þessu ári til að svara spurningum um samskipti framboðsins við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41