Tígurinn vann enn einn sigurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2017 08:00 Tígurinn Suheil al-Hassan er margverðlaunaður hershöfðingi. Sýrlenska stjórnarhernum, undir stjórn Tígursins svokallaða, tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint i fréttum ríkissjónvarpsstöðvar landsins en samtökin hafa setið um borgina síðastliðin þrjú ár. Hjálparsamtökin Sýrlenska mannréttindavaktin hafa staðfest að hermenn á vegum stjórnvalda væru komnir að útjaðri borgarinnar eftir hörð átök í gærkvöldi. Varnir ISIS-liða brustu í nótt og gerði það stjórnarhernum kleift að aftengja jarðsprengjur sem komið hafði verið fyrir við herstöð í borginni. Hermenn sem varið höfðu stöðina voru frelsinu fegnir þegar liðsaukinn barst. Sigur stjórnarhersins í gær er einn fjöldamargra sem hermenn hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa fagnað á síðustu vikum og mánuðum. Er það ekki síst fyrir tilstuðlan loftárasa Rússa og aðstoðar Hesbollah sem sýrlenski stjórnarherinn hefur bætt við sig miklu landssvæði á síðustu dögum. Í tilkynningu frá hernum segir að sigurinn í gær sé vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum og að borgin verði nýtt sem „stökkpallur fyrir frekari hernaðarsigra á svæðinu.“ Hershöfðinginn Suheil al-Hassan, sem oftar en ekki er kallaður Tígurinn, fór fyrir aðgerðunum í nótt en sveitir á hans vegum hafa unnið stóra sigra síðastliðin ár í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Má þar nefna þegar stjórnarhernum tókst að ná austurhluta Aleppoborgar aftur á sitt vald í desember í fyrra - sem alla jafna er talinn stærsti stigur frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011. Sýrland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sýrlenska stjórnarhernum, undir stjórn Tígursins svokallaða, tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint i fréttum ríkissjónvarpsstöðvar landsins en samtökin hafa setið um borgina síðastliðin þrjú ár. Hjálparsamtökin Sýrlenska mannréttindavaktin hafa staðfest að hermenn á vegum stjórnvalda væru komnir að útjaðri borgarinnar eftir hörð átök í gærkvöldi. Varnir ISIS-liða brustu í nótt og gerði það stjórnarhernum kleift að aftengja jarðsprengjur sem komið hafði verið fyrir við herstöð í borginni. Hermenn sem varið höfðu stöðina voru frelsinu fegnir þegar liðsaukinn barst. Sigur stjórnarhersins í gær er einn fjöldamargra sem hermenn hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa fagnað á síðustu vikum og mánuðum. Er það ekki síst fyrir tilstuðlan loftárasa Rússa og aðstoðar Hesbollah sem sýrlenski stjórnarherinn hefur bætt við sig miklu landssvæði á síðustu dögum. Í tilkynningu frá hernum segir að sigurinn í gær sé vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum og að borgin verði nýtt sem „stökkpallur fyrir frekari hernaðarsigra á svæðinu.“ Hershöfðinginn Suheil al-Hassan, sem oftar en ekki er kallaður Tígurinn, fór fyrir aðgerðunum í nótt en sveitir á hans vegum hafa unnið stóra sigra síðastliðin ár í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Má þar nefna þegar stjórnarhernum tókst að ná austurhluta Aleppoborgar aftur á sitt vald í desember í fyrra - sem alla jafna er talinn stærsti stigur frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011.
Sýrland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira