Jón Daði: Var verulega æstur í að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2017 21:48 Jón Daði í baráttunni í kvöld.. Vísir/Anton Brink „Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
„Ég ætla að vera alveg hreinskilinn með það að ég var verulega æstur í að byrja. Ég gat ekki beðið og þegar ég heyrði í gær að ég væri að fara að byrja þá varð ég virkilega spenntur og var það í allan dag. Það er frábært að vera kominn aftur í byrjunarliðið og hvað þá í sigurleik,“ sagði Jón Daði Böðvarsson framherji Íslands í samtali við Vísi eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. Jón Daði byrjaði á bekknum gegn Finnum en kom inn í byrjunarliðið í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem íslenska liðið hafði átt í nokkrum vandræðum sóknarlega, fór allt á flug í síðari hálfleik sem var magnaður af hálfu strákanna okkar. „Við fórum inn í hálfleik og vissum að við værum enn inni í leiknum. Við vorum staðráðnir í því að pressa enn meira á þá í síðari hálfleik. Við náum svo þessu marki og þurfum þá að passa okkur á að vera ekki of varkárir og detta of langt niður heldur pressa á þá og það skilaði öðru marki.“ „1-0 er aldrei nægjanleg forysta. Að ná öðru markinu tók pressuna af okkur og svo náðum við að stjórna leiknum alveg til loka,“ bætti Jón Daði við. Jón Daði átti fínan leik og var gríðarlega vinnusamur í fremstu víglínu. Hann lét varnarmenn Úkraínu aldrei í friði og hélt uppi stöðugri pressu. Hann var sáttur með eigin frammistöðu. „Ég er nokkuð sáttur. Það var mikilvægt að vera grimmur og pressa vel á varnarmennina þeirra og gefa miðjumönnunum okkar tækifæri til að anda aðeins. Gylfi var líka öflugur í pressunni með mér þarna frammi og hann hleypur auðvitað endalaust ásamt því að skora svo fyrir okkur.“ Jón Daði var tekinn af velli á 67.mínútu en hefði þó alveg verið til í að spila lengur. „Ég sagði nú við Heimi að ég gæti alveg spilað lengur. Það var kannski skynsamlegt að taka mig út og fá ferska fætur inn,“ sagði Jón Daði brosandi. Riðill Íslands er nú galopinn eftir að Tyrkir unnu sigur á Króatíu. Jón Daði sagði spennandi leiki framundan. „Það er frábært að koma til baka og sigra eftir dapran leik í Finnlandi. Það heldur þessu opnu enn og þetta er virkilega öflugur riðill, mjög spennandi og það eru bara úrslitaleikir eftir,“ sagði Selfyssingurinn knái, Jón Daði Böðvarsson að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37 Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Sjáðu mörkin hans Gylfa í sigri Íslands á Úkraínu Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld 5. september 2017 21:37
Gylfi: Skora þrennu gegn Tyrkjum Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins í 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í kvöld. 5. september 2017 21:17