Stefán Ásmundsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri nýrrar skrifstofu alþjóðamála sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að Stefán hafi hafið störf í sjávarútvegsráðuneytinu árið 1998 og gegnt embætti skrifstofustjóra þegar hann fékk leyfi til að starfa hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel.
„Árið 2011 tók Stefán við starfi framkvæmdastjóra NorðausturAtlantshafs-fiskveiðiráðsins NEAFC í London sem hann gegndi þar til í sumar,“ segir í tilkynningunni.

