Gubbað á ganginum og klósettpappírinn kláraðist Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2017 08:13 Um er að ræða tvær vélar frá kanadíska flugfélaginu Air Transat. Vísir/Getty Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir. Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir.
Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent