Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2017 07:00 Flóðvatn heldur áfram að hrylla íbúa Houston-borgar í Texas í Bandaríkjunum en stormurinn Harvey stefnir nú í áttina frá Louisiana og Kentucky. Nordicphotos/AFP Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira