Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Stöð 2 og Vísi.
Að loknum fundi mun forsetinn ávarpa fjölmiðla en fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni mæti með tillögu til forsetans um að þing verði rofið og boðað til kosninga.
Upphaflega var horft til þess að þingkosningar yrðu þann 4. nóvember næstkomandi en nú er líklegra að þær verði þann 28. október.
Klukkan 12:30 mun síðan Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingi, funda með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi til að ræða næstu skref varðandi þingstörfin.
