Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Kristín Hauksdóttir og Helga Gylfadóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, koma Leirfinni fyrir á safninu. vísir/anton brink Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira