Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Kristín Hauksdóttir og Helga Gylfadóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, koma Leirfinni fyrir á safninu. vísir/anton brink Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira