Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2017 06:00 Mikill viðbúnaður var í fyrrakvöld þegar þota frá Wissair þar sem eldur var sagður vera um borð lenti á Keflavíkurflugvelli. vísir/víkurfréttir Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira