Háskólanemar fá helmingi minna en á Norðurlöndunum Ragna Sigurðardóttir skrifar 14. september 2017 08:00 Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun