Háskólanemar fá helmingi minna en á Norðurlöndunum Ragna Sigurðardóttir skrifar 14. september 2017 08:00 Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun