Vígahnöttur vakti athygli: Bjartari en Venus Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:53 Eins og sjá má á þessum skjáskotum var vígahnötturinn bjartur og áberandi. Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein. Vísindi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein.
Vísindi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira