Afgangurinn verði 19 milljörðum meiri Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2017 06:00 Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“ Alþingi Markaðir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“
Alþingi Markaðir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira