Afgangurinn verði 19 milljörðum meiri Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2017 06:00 Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“ Alþingi Markaðir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Áhersla er lögð á græna skatta í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og mun sú aðgerð skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna. Þá verður olíugjald á dísilbíla hækkað um tæpar 12 krónur á lítrann og með því á að jafna bensín- og olíugjald. „Þegar ákveðið var að dísilolían skyldi vera ódýrari en bensín var það gert með umhverfissjónarmið í huga vegna þess að talið var að hún væri ekki eins óholl. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós að það var misskilningur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið í ráðuneytinu í gær.vísir/anton„Það er getið um græna skatta í stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt og þess vegna væru ívilnanir fyrir vistvænar bifreiðir en gjöld aukin á bíla sem menga. Undanþága á virðisaukaskatti fyrir vistvæna bíla verður framlengd um þrjú ár. Ráðherrann áætlar að 44 milljarða króna afgangur verði á fjárlögum næsta árs. Þegar fjárlagafrumvarp yfirstandandi árs var lagt fram var gert ráð fyrir 25 milljarða króna afgangi. Mismunurinn er því um nítján milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka heildarútgjöld úr 743 milljörðum króna frá árinu 2017 í tæplega 790 milljarða á næsta ári. Hækkunin nemur um 6 prósentum á milli ára. Í fjárlagafrumvarpinu eru boðuð fjögur hagstjórnarmarkmið sem ríkisstjórnin vinnur nú að. Í fyrsta lagi aðhald í ríkisrekstri á þenslutíma. Í öðru lagi að varðveita kaupmátt með sátt á vinnumarkaði. Í þriðja lagi að stuðla að stöðugleika í gengismálum og í fjórða lagi að tryggja og efla opinbera þjónustu og innviði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að of mikils aðhalds sé gætt í frumvarpinu. „Þetta er sveltistefna á velferðarþjónustuna,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hún segir það aumingjaskap að draga saman þjónustu við veikasta fólkið í góðærinu. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins. Það er alveg greinilegt. Ég er ekki búin að lesa frumvarpið nákvæmlega, en ég var að gera mér vonir um að þeir myndu setja meira í velferðina, samgöngurnar og lögregluna en fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. En því miður er það ekki svo,“ bætir Oddný við. Björn Levý Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það góðra gjalda vert að hafa 44 milljarða afgang á fjárlögum og greiða niður skuldir „En það þýðir ekki að gera það meðan allt er í niðurníðslu á meðan. Að lokum verður þá bara kostnaðarsamara að fara í uppbyggingarstarf á eftir. Þetta er voðalega skrýtið,“ segir hann. Hann fagnar áformum um uppbyggingu nýs spítala en segir engin önnur kosningaloforð varðandi heilbrigðisþjónustu uppfyllt í fjárlagafrumvarpinu. Það er verið að lækka framlag til nýsköpunar, sem ég skil ekki. Þetta er allt í hlutlausum gír og ekkert meira,“ segir hann. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, tekur í sama streng. „Það er í rauninni algerlega sorglegt að sjá á slíkum uppgangstíma að það sé ekki verið að koma til móts við stærstu verkefni samtímans.“
Alþingi Markaðir Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira