Handbolti

ÍBV fær til sín heimsmeistara

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Asun Batista getur lítið spilað strandbolta við Heimaklett og verður að sætta sig við íþróttahúsin
Asun Batista getur lítið spilað strandbolta við Heimaklett og verður að sætta sig við íþróttahúsin mynd/íbv
Kvennalið ÍBV hefur fengið spænska línumanninn Asun Batista til liðs við sig fyrir átökin í Olísdeildinni í vetur.

Batista er heimsmeistari í strandhandbolta með Spánverjum og hefur spilað hann ásamt því að leika undanfarin ár í spænsku deildinni í hefðbundnum handbolta.

Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sigri þeirra á Fjölni í gær, í opnunarleik tímabilsins í Olísdeild kvenna. ÍBV vann leikinn 28-17 og skoraði Batista 3 mörk.


Tengdar fréttir

ÍBV vann sannfærandi sigur á Fjölni í fyrsta leik

Eyjakonur byrjuðu tímabilið í Olís-deildinni af krafti með ellefu marka sigri gegn Fjölni í Dalhúsum í dag en eftir að hafa leitt með sjö mörkum í hálfleik fögnuðu gestirnir úr Vestmannaeyjum ellefu marka sigri 28-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×