Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. september 2017 07:26 Stephen Bannon ræddi við Charlie Rose í 60 mínútum. CBS Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir að ákvörðun Donalds Trump um að reka fyrrum alríkislögreglustjórann James Comey gætu verið „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála.“ Bannon lét hafa þetta eftir sér í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútum í gærkvöldi - fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem hann veitir eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að hefði James Comey ekki verið rekinn þá værum við ekki að horfa upp á þessa rannsóknarnefnd,“ sagði Bannon og vísar þar til nefndarinnar, undir stjórn Roberts Mueller, sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. „Það væri engin Mueller-rannsókn af þeirri stærðargráðu sem er ljóst að Mueller stefnir á,“ bætti Bannon við.Sjá einnig: Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New YorkRobert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í kjölfar brottrekstar James Comey í maí síðastliðnum. Þeir sem þekkja til rannsóknar Mueller segja í samtali við Washington Post að hann rannsaki nú hvers vegna Comey var látinn fara. Margir telji að ákvörðun Trumps um að láta reka Comey hafi hindrað framgang réttvísinnar en alríkislögreglustjórinn rannsakaði aðkomu Rússa að kosningabaráttunni vestanhafs í fyrra. Bannon neitaði að svara sjónvarpsmanninum Charlie Rose þegar hann spurðist fyrir um samtöl hans við forsetann um brottreksturinn, meðan Bannon starfaði enn innan veggja Hvíta hússins. Hann gaf þó upp að ekki hefði verið rætt um að reka Mueller á þeim tíma sem hann starfaði fyrir forsetann.Steve Bannon's not done... More from @CharlieRose's #60Minutes interview with Steve Bannon: https://t.co/cIFkKZZ5ff— 60 Minutes (@60Minutes) September 10, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29