Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2017 06:00 Guðlaugur Þór flaug utan í gærmorgun eftir að þingi var slitið á Alþingi. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliðasamskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkisráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. „Enda er þetta næstmikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráðamenn og sömuleiðis æðstu embættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveituna vera nokkurs konar samfélag harðlínu-Brexit sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokksins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina einkum vera lið í því að undirbúa samskiptin við Breta eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta núna alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox. Það hefur staðið yfir nokkuð lengi og þetta var kjörið tækifæri til að setjast niður með honum.“ Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliðasamskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkisráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. „Enda er þetta næstmikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráðamenn og sömuleiðis æðstu embættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveituna vera nokkurs konar samfélag harðlínu-Brexit sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokksins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina einkum vera lið í því að undirbúa samskiptin við Breta eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta núna alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox. Það hefur staðið yfir nokkuð lengi og þetta var kjörið tækifæri til að setjast niður með honum.“
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum