Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2017 06:00 Íraskur Kúrdi slappar af daginn eftir kjördag. Mögulegt er að hann hafi kosið með sjálfstæði á mánudag líkt og 90 prósent Kúrda. vísir/afp Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira