Arna Ýr ætlaði aldrei aftur að keppa í lélegum fegurðarsamkeppnum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2017 13:30 Arna Ýr er Miss Universe Iceland 2017. vísir/hanna Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25
Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00