Synd að lyf séu fyrsti valkostur við svefnvanda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Meirihluta foreldra var ráðlagt að gefa börnum sínum lyf við svefnvandræðum samkvæmt nýlegri rannsókn HR. Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00
Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00
Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16