Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 08:26 Mark Zuckerberg ávarpaði netheima í beinni útsendingu í gærkvöldi. Facebook Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra.Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá því í upphafi mánaðarins að rússnesk fyrirtæki sem þekkkt eru fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml hafi keypt þúsundir auglýsinga í aðdraganda kosninganna. Kaupverðið var um 100 þúsund dalir, næstum 11 milljónir króna. Talið er að auglýsingarnar hafi verið rúmlega 3000 talsins og dreifst yfir næstum tveggja ára tímabil, frá júní 2015 fram í maí í ár.Sjá einnig: Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Í beinni Facebook-útsendingu í gærkvöldi greindi forstjóri samfélagsmiðilsins, Mark Zuckerberg, frá níu stiga aðgerðaráætlun sem fyrirtækið hefur sett saman til að koma í veg fyrir að áróður af þessu tagi fái brautargengi á miðlinum.„Við búum í nýjum heimi. Netsamfélög standa frammi fyrir nýrri áskorun þegar þjóðríki reyna að hafa áhrif á kosningar. Ef þetta er það sem við verðum að gera þá munum við ekki skorast undan,“ sagði Zuckerberg. Facebook mun að sama skapi taka stefnu sína í stjórnmálatengdum auglýsingum til gagngerrar endurskoðunar. Þá mun fyrirtækið fjölga í kosningateymi sínu um 250. Facebook hefur veitt sérstakri rannsóknarnefnd Roberts Mueller, sem kannar tengsl kosningateymis Trump við rússnesk stjórnvöld, aðgang að fyrrnefndum gögnum og upplýsingar um hverjir stóðu að baki auglýsingakaupunum. „Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að við munum ná að koma í veg fyrir allt slæmt á miðlinum. Við könnum ekki hvað fólk skrifar áður en það birtir það og ég er nokkuð viss um að samfélagið myndi ekki vilja hafa það þannig. Frelsi þýðir að þú þurfir ekki að spyrja um leyfi fyrst,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingunni sem sjá má hér að ofan.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26