Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. september 2017 06:00 Björgunarfólk kallar eftir þögn með því að lyfta höndum. Það eykur líkurnar á að heyra í þeim gröfnu. vísir/afp Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“