Þarfnast móðir náttúra umboðsmanns? Tómas Guðbjartsson skrifar 21. september 2017 06:00 Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun