Við látum verkin tala Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. október 2017 14:47 Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun