Hvað heitið þið fullum nöfnum og hversu gamlar eruð þið?
Valentína: Ég er 7 ára og heiti Valentína Mirra Passaro
Stefanía: Ég heiti Jerly Estefania Catano Catano en er kölluð Stefanía eða Steffý og er 7 ára.
Í hvaða skóla eruð þið og hvað finnst ykkur mest gaman að gera þar?
Valentína: Ég er í Háteigsskóla og stærðfræði er skemmtilegust.
Stefanía: Ég er líka í Háteigsskóla og mér finnst líka stærðfræði skemmtilegust.
Hvernig leikið þið ykkur helst?
Valentína: Við leikum okkur fallega.
Stefanía: Við leikum okkur mest á stönginni sem hægt er að snúa sér í hringi á. Hún er á leikvellinum.
Hvað finnst ykkur mest gaman að gera þegar þið eruð ekki í skóla?
Valentína: Mér finnst mest gaman í playmo.
Stefanía: Mér finnst skemmtilegast að vera úti að hjóla.
Eru einhver dýr í uppáhaldi hjá ykkur?
Valentína: Já, kettlingar!
Stefanía: Hundar í mestu uppáhaldi hjá mér.
Þekkið þið einhverja fugla?
Valentína: Já, dúfu, kráku, lóu, páfagauk og krumma.
Stefanía: Ég þekki krumma og örn.
Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórar?
Valentína: Mig langar að verða fimleikakennari, búðarkona og hjúkrunarkona.
Stefanía: Ég vil vera danskennari og fimleikakennari.
Þekkja krumma og örn, lóu og páfagauk
Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið









Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa!
Lífið samstarf

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf