Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:22 Mueller hefur sjálfur verið þögull sem gröfinn frá því að hann tók við rannsókninni eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra FBI í vor. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27