Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur farið í leyfi frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, vegna umfjöllunar The New York Times um ásakanir á hendur honum um kynferðismisferli. New York Times ræddi við nokkra konur sem hafa starfað fyrir Weinstein, þar á meðal leikkonuna Ashley Judd, sem sögðu frá óviðeigandi framkomu hans. Þar á meðal á hann að hafa verið nánast eða algjörlega nakinn fyrir framan þær, krafist þess að þær væru viðstaddar þegar hann fór í sturtu og farið fram á nudd frá þeim eða boðist til að nudda þær. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í yfirlýsingu sem hann sendi The New York Times biðst hann afsökunar á þessari hegðun og segist hafa reynt að bæta ráð sitt, þó svo að hann eigi langt í land. Ashley Judd segir í samtali við New York Time að Weinstein hefði boðið henni til fundar á Peninsula Beverly Hills hótelið fyrir tveimur áratugum Hún taldi fundinn vera vinnutengdan en þegar hún mætti í móttökuna var henni vísað upp á herbergi Weinsteins þar sem hann var klæddur í baðslopp og spurði hvort hann mætti nudda hana og hvort hún vildi horfa á hann í sturtu. Emily Nestor segir frá því samtali við The New York Times að Weinstein hefði boðið henni til fundar á sama hótel árið 2014. Hún segir Weinstein hafa boðið henni frama í kvikmyndabransanum ef hún myndi taka vel í kynferðislega tilburði hans í hennar garð. Í umfjöllun New York Times kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein nái yfir þrjá áratugi, en í umfjölluninni er rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis hans. Þar er til dæmis komið inn á samkomulagi sem hann gerði við leikkonuna Rose McGowan árið 1997. Þá var McGowan 23 ára en samkomulagið varðaði uppákomu á hótelherbergi þegar Sundance-kvikmyndahátíðin fór fram. Féllst Weinstein á að borga leikkonunni 100 þúsund dollara sem hann sagði ekki vera viðurkenningu á sekt, heldur til að komast hjá málaferlum og fá frið. Einn af lögmönnum Weinstein hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndaframleiðandinn muni stefna New York Times fyrir umfjöllunina. Hún sé byggð á sögusögnum og rangindum sem meðal annars hafi verið fengin úr stolnum skjölum. Allt saman hafi það verið hrakið af níu mismundandi vitnum. Lögmaðurinn segir að þessum upplýsingum hafi verið komið til New York Times sem hafi kosið að hunsa þær í umfjöllun sinni.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30